Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 1
FBIWBKJIAM
TIL STUÐNINGS FRJÁLSRI KIRKJU OG FRJÁLSLYNDUM
KRISTINDÓMI
munuð þekkj* eannleikann og sannleikurinn mun gjöra
yður frjál*a.“— Kristur.
1902.
MARZ.
3. BLAÐ.
Drottinn er nálægur.
Upp lyptið höfðum hátt,
þvi herrann nálgast tekur,
sá guðs hinn góði son,
af gröf sem alla vekur.
Hin ljúfa lausnar stund
nú lýsiv yfir jörð
í trú og vissri von,
svo vítt sem býr hans hjörð.
Sjá. himinn jörð og haf
nú herrans komu boða,
og sjálft guðs sannleiks orð
hinn síðsta morgunroða,
sem boðar frelsi frið
og fögnuð drottni hjá
til handa hverjum þeim,
sem hér hann trúir á.
Nú tendra trúar ijós,
að taka móti drottni,
og varast urn fram allt,
að andans viðsmjör þrotni.
Gjör hjartað blítt og bjart,
sem barn með glaða lund,
og hugsa hreint og frjálst
um herrans komustund.