Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 5

Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 5
37 komin gegnnm margar aldir? Þrjátíu og níu bækur voru í ganria testamentinu fyrir þúsundum ára, og þrjátíu og níu eru þær enn. Tuttugu og sjö bækur voru í nýja testamentinu fyrir sextán hundruð árum, og tuttugu og sjö eru þær enn. Marcion, sem fyrir sakir viUutrúar sinnar og vonzku var útilokaður úr kirkjunni á annari öld, gefur yflriit yflr bækur bibiíunnar, og það yflriit stendur alveg heima við vort — vitnisburður frá fjandmanni bibiiunnar og kristindómsins. Biblían hefur sætt árásum og háðungunt og verið tætt í sundur, en hún er eigi að síður enn í dag með góðu lífi; þessi bók er nú prentuð hér um bil á þijú hundruð tungumálum, og getur talað við fjóra fimtu hluta mannkynsins á móðurmáli þeirra. Það eru til af henni þrjú hundruð miljónir eintaka. Er eigi svo að sjá, sem þessi bók hafi staðið undir séi stakri guðdómlegri vernd, þar sem hún þannig hefur verið varðveitt og fengið slíka útbreiðslu ept- ir þvi sem aldir liðu fram? Hlýtur það eigi að vera ijóst hverjum hugsandi manni, að sú bók, er svo undursamlega hefur varðveizt óbreytt, er einmitt þannig, eins og guð vill að hún sé? Hún þóknast guði og hún ætti einnig að þóknast oss. Landplágur þær, er hafa sópað burtu þúsundum annara bóka út á gleymskunnar sæ, hafa að eins komið því til leiðar. að þessi heiðurs kóróna hei- lagrar ritningar hefur ljómað og ljómar með meiri og meiri dýrð. Þessi bók er eins lífskröptug nú, eins og þá er hún fyrst var rituð á pergaments eða papyrus ruiluna. Hún hefur séð vöggu allra annara bóka og hún mun einnig fá að sjá graflr þeirra. Allar aðrar bækur eldast og deyja, eins og höfundar þeirra, en þessi bók er ávallt jafn ung og lífskröptug. „Yaver- ley novels" eptír Walter Scott, „Englandssaga" eptir Macaulay og „Endymion ■ eptir Disraeli, og allar aðrar bækur, þær er nú eru fræga3tar, hafa eigi á hinum síðustu áratugum flogið eins út. eins og þessi ganria bók, er margir álita útlifaða. Allar aðrar bækur verða að hafa mikið fyrir því, að lifa eina öid eða tvær. Bækur Liviusar eyðilögðust í eldsvoða í Konstantínópel. Plinius ritaði tuttugu sagnfl æðis bækur, en allar eru þær horfn- ar. Flest af ritum Meanders eru einnig liðin undir lok. Af eitt hundrað og þrjátíu leikritum eptir Piautus eru að eins

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.