Fríkirkjan - 01.03.1902, Page 14

Fríkirkjan - 01.03.1902, Page 14
46 drottin um hjálp til að skilja hvovt annað fyllilega. og um fram ailt, að opna hjarta sitt alveg fyrir Jesú Krísti, sökkva sér niður i hinn sama anda og eptirmynd hans. Þau verða stöðugt að tala saman um það, sem þeim býr i brjósti, mega aldrei hræsna hvort fyrir öðru né dylja skoðun sina, og á sunnudógum og kyrlátum kvöldstundum ættu þau að talast við um börnin sín, um lundarfar þeirra, kosti og galla. Sé þá góður og auðmjúkur vilji hjá þeim báðum, nálgast þau óðum það takmark að verða eitt og vinna í sama anda. — En það er ekki til neins að gefa þeim foreldrum góð iáð, sem aidrei eru heima á kvöldin og er þvi ókunnugt um kyrlátar kvöld- stundir, en fara i kvöld í leikhúsið, annan kvöid i heimboð, hitt kvöldið á samsöng og svo næsta kvöld á dansieik. — Þeirn, sem verja þannig timanum, þykir optast leiðinlegt að tala skynsamlega um börnin sín, og þeim er heidur ekki við- hjálpandi, enda eiga þau ekki skilið að eiga nein börn. Svo kem eg með dálitia viðbót, og hún er sú, að pabbi og mamma verða að vara sig á að eiga nokkurt eptirlœtisgoð; þau mega ekki hafa meira dálæti á einu barninu en hinu. Eg vara sérstaklega við því, af þvi eg veit, að það er haria almennt. Hversu opt heyrum vér ekki t. d.: „Móðir hans sér ekki sólina fyrir honuin‘‘, eða: „Hún er augasteinninn hans pabba sins“, eða: „Hann er eptiriætið hennar móður sinnar", eða: ..[Jessi drengur á alla ást föður síns“. IJetta eru skaðleg og heimskuleg orð; hvert barn á að eiga fulla ást foreldra sinna. Þess má sjá átakanleg dæmi í ritningunni, hvernig fer, þegar föðurnum þykir vænna um annað bai'nið og móðurinni vænna um hitt. Yér þurfum ekki annað en hugsa um þá feðgana ísak og Jakob, t. d. um þá ógæfu, sem staf- aði af því að ísak þótti vænna nm Esau, en Rebekku vænna um Jakob, eða um öll þau tár og raunir, sem Jakob bakaði sjálfum sér og börnum sínum, með því að láta Jósef einan vera höfðinglega til fara og gefa hinum börnunum ástæðu til að öfunda hann. Vér eigunr og í þessum efnum að læra af guðs orði. Það er eðlilegt og óhjákvæmilegt að sum börnin séu geðfeldari en hin, en þú mátt ekki láta þá freistingu sigra þig, en verður sífellt að hafa hugfast að öll börnin þín eru Jnu börn. Reyndu að opna svo augu þin að þú sjáir, að gallar

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.