Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 10

Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 10
42 þeir skuli trúa að þeir rauni ekki biða ósigur, heldur sigra, jafnvel þótt þeir verði sigraðir. Þannig eigum vér og að heimta hlýðni hjá börnum vor- um, og eigum ekki sífellt að vera að útskýra. þeim, hvers vegna vér heimtum hana. „ Þú munt skilja það siðar,‘ segir drott- inn við Pétur. Það væri heldur ekki t.rú og i raun réttri ekki heldur hlýðni, ef börnin gjöi'ðu það, sem þau gjörðu, af því einu, að þau sæju að það væri skynsamlegt. Harla opt væri oss ómögulegt að skýra þeim fyllilega frá þeiri i vizku, sem fóigin er i boðum vorum og banni. Skilyrðislaus hlýðni og stöðugt traust til kærleika og vizku foreldranna er — að minnsta kosti fyrir iítil börn, — hezti undirbúningurinn undir skólann hjá drottni. Því betur sem þau hafa lært að treysta skilyrðis- laust kærleika foreldra sinna, því betur gengur þeim í þeim skóla. Eg man enn þá eptir þvi kvöldi heima hjá mér, þegar við sátum drengirnir í góðu skapi inni í stofu og tefldum skák. Það var rigning og stormur úti, en við hugsuðum nú ekki um það. Þá kom faðir okkar allt í einu inn í reiðfötum sínum og vatnstígvélum, hratt um koll skákinni og sagði: „Flýtið ykkur í yfirfrakkana og farið með skriðljós veginn, sem ligg ur til M." — Því þá? — Við þorðum ekki að spyrja um það. Við fórum af stað, löbbuðum í illviðrinu og myrkrinu og viss um ekkert, hvert erindið var. Eptir hálftíma göngu, mættum við frænku okkar, sem æilaði heim til okkar. Faðir minn hafði riðið fram hjá hentii í myrkrinu, hafði séð, að henni gekk seint ferðin, og lofaði þvi að senda okkur á nióti henni. Það urðu heldur en ekki fagnaðarfundir, þvi okkur þótti vænt um frænku okkar. Seinna um kvöldið sagði móðir mín við okk- ur: „Þannig sendir einnig faðii voráhimnum oss opt myrka vegu, og vér vitum ekki, hvers Yegna hann gjörir það. En vér eigum að ganga örugg og róleg, þótt oss virðist, royrkrið auk- ast og ferðin sé erfið, þá mun síðar birta fullkomlega fyrir oss.“ Eg hafði aldrei heyrt jafn ahrifamikla prédikun um trúna. » Vér verðum því stöðugt að heimta hlýðni, og það einnig í þeim efnum, sem börn vor ekki skilja. Mig iangar eiginlega til að gjöra hér þá athugasemd, að Yér megum alls ekki létta

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.