Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 7

Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 7
39 Um barna uppeldi. eptir Otto Funcke. (Framh.) —:0:— IF. Hlýðnin er ástríkasta barn kœrleikans. „Jú, jú, en aginn er þó nauðsynlegur og hlýðnin óhjá- kvæmileg," þykist eg vita, að lesarinn sé farinn að segja við sjálfan sig. Eg er alveg á sama máli og hann um það. „Hlýðni“ er fyrsta krafan til barnannna. Vér foreldrar heimtum hlýðni i smáu og stóru; vér heimtum jafnvel skilyrðislausa hlýðni, — og megum það. En hlýðnin verður þýlynd og því lítils virði, ef hún sprettur ekki af fullu trúnaðartrausti eða þeirri óbifan- legu trú að foreldrunum hljóti að ganga gott. eitt til, og þeim sé kunnugra en börnunum, hvað hentast sé og gagnlegast. Hlýðnin er þá ávöxtur trúnaðartraustsins, og trúnaðartraustið á- vöxtur þess kœrleika, sem börnin hafa reynt. Hvers vegna heimtar guð hlýðni af ísraelsþjóð? „Eg er drottinn guð þinn,“ segir hann, „sem leiddi þig burtu úr Egypta- landi, út úr þrældómshúsinu, og eg hef borið þig á arnarvængj- um.“ Hann minnir lýð sinn á viðkvæma kærleikann, vis- dómsfulla og volduga kærleikann, sem hann hefur auðsýnt hon- um, og því næst segir hann: „Pú átt“ og „þú átt ekki.“ — Hvenær heimtar Jesús að lærisveinar sínir hlýði sér? Þegar kærleikur hans til þeirra er orðinn þeim fyllilega bersýnilegur, og vegur kærleikans milli hjarta hans og hjarta þeirra er kom- inn í lag, þegar vísdómur drottins og miskunnsemi í orði og verki hefur gagntekið hjörtu þeirra. Hvað lærum vér nú af þessu? Skyldi það ekki vera það, að börnin gefa oss ekki hjarta sitt í hlýðni, trúnaðartrausti og kærleika, nema þau verði vör við hvað eptir annað, að þau eigi hjörtu vor, að það sé yndi vort og ánægja að sýna þeim kærleika og búa þeim gleði, að vér hættum ekki að hugsa um að gleðja þau, jafnvel þótt oss veiti það erfltt og þurfum á mikilli sjálfsafneitun að halda. Foreldrarnir eiga að vera góðu englarnir barnanna, sem hafi fullan skilning á og óskerta hluttekningu með öllu því, er hreyf- ir sér í hjörtum barnanna; þeir eiga að gæta að hverju þög- ulu tári, hugga í hverri sorg, hjálpa í hverri neyð, eða að

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.