Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 13

Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 13
45 séu ekki ætið sammáia. Þau eru tvö, maður og koria, og því mjög óiík. Ivonan er viðkv^mari, en hún er einnig smá- smugulli; maðurinn er harðlyndari, en honum er ekki eins hætt við að álasa fyrir smámuni. Maðurinn og konan hafa opt fengið harla ólíkt uppeldi, eru alin upp við ólíkar kiingumstæð- ur og ólíkar lifsskoðanir. I’að er hljómfagurt og skáldlegt, þeg- ar menn segja: „Tvær sálir eina hugsun hafa; og hjörtun tvö, þau slá sem eitt“, — en hversu opt eru það þó tóm orð, og það jafnvel þót.t hjónin séu sameinuð i kærleika Krists. Á vorum dögum er það auk þess harla almennt, að hjón hafi gagnóiíkar skoðanir i trúarefnum. Er þá mögulegt að komast hjá þvi, að þau hafi ólíkar skoðanir á ótal efnum, sem snerta uppeldið, og það þótt hjónabandið sé farsælt? — Því miður eru harla inörg hjónabönd, þar sem urn litla farsæld er að ræða. — Annað hjónanna skoðar það óhóf, sem hinu virð- ist alveg nauðsynlegt, annað kallar það kærleika, sem hinu finnst dekur. Konunni finnst maðurinn sinn allt of þunghentur við börnin og agi hans langt.um of harður; en manninum þykir það smásmygli, sem konan telur sjálfsagt. Þótt viljinn sé góð- ur, er óhjákvæmilegt að skoðana munur verði. Þótt hjóna- bandið sé fyllilega gott og farsælt, hlýtur hann að koma opt fyrir, og það jaínvel i nærveru barnanna, þegar þau t. d. koma til beggja foreldra sinna og biðja þá um eitthvað. En hin innri ó&amliljóðan má ekki koma fram í orðum. Hjörtun verða, þegar svo stendur á, að ráðgast um þetta með augnaráði einu, og verði þau þá ekki á eitt sátt, eiga þau að fresta svarinu. Sé ekki hægt að koma þvi við, verður annað hvort að láta undan og hallast að uppeldisskoðun hins, eða öllu heldur að hinni sameiginlegu uppeldisskoðun. En það má aldrei eiga sér stað, að barnið fái það í iaumi hjá móður sinni, sem faðir þess hefur bannað, eða að það geti leitað til pabba síns og megi eiga von á, að hann mæli eptir sér, þegar mamma- þess segir því að gjöra eitthvað; allt þetta er harla altítt, og verð- ur sífellt myndugleika foreidranna að fótakefli. En hvað geta þá hjónin gjört til þess að vaxa í eindrægni og samlyudi, svo að skoðana munurinn verði sífellt minni og minni? — Þau geta ekki gjört neitt annað en sameinast bet- ur og betur í kærleika og fyrirbæn hvort fyrir öðru, biðja

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.