Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 8

Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 8
40 minnsta kosti langa til þess og reyna það: þeir eiga að hngsa um að búa börnunum alla þá gleði og gæfu. sem þeim er unnt og börnunum er holl; og allt þetta á að spretta af — eigingirni, — var eg nærri búinn að segja; það á ekki að vera af eintómri skyldurækni, heldur koma nærri ósjálfrátt, svo að gleði barnanna sé innilegasta gleði foreldranna. Rörnin verða að sjá það, að foreldrarnir hafi ætið tíma handa þeim, og standi aldrei alveg á sama um það. sem vekur geðshræringu hjá börnunum, hvort sem það nú er skólanám þeirra eða þau hafa tint völu eða fundið saumnál. Sé einhver faðir svo „guð- hræddui"', að hann láti sig einu gilda um skautana drengsins síns, eða brúðusokkana hennar dóttur sinnar. þá ætti hann ekki að furða sig á, þótt börnin hans daufheyrisi, við áminningum hans um guðsótta og góða siði. Bros þú, þegar bai-nið brosir, grát, þú, þegar það grætur. Lát það sjá, að sorg þess sé sorg þín og yndi þitt að efla gleði þess. Börnin ættu að sjá, að foreldr- ana langar tii að búa þeim fagra æsku. Það er sannleikur, þrátt fyrir allt, í þeim orðum, að „manni sé ekki æskan léð nema einu sinni, og þvi verði menn að njóta lífsins á æskuárunum"; það er töiuvert sannleiks atriði fólgið í orðum þessum, þótt þeim sé opt svívirðilega misbeitt. Það eru foreldrarnir, en ekki börnin, sem eiga að segja þessj oið; þeir eiga að hugsa um, hvernig hægt sé að bægja nautnafíkn frá börnunum og búa þeim þó eins mikla gleði og unnt er. Sunnudagurinn ætti um fram allt að vera sá dagur, sem foreldrarnir lifðu fyiir börnin sín. Mér fannst það meir en lit- ið öfundarvert, hve margir foreidrar á Englandi gátu sinnt börnum sínum allan sunnudaginn. En vér getum stuðlað að því á ýmsan hátt að heimilið verði nokkurs konar paradis liarn- atina, og þá ekki sízt með þvi að halda sunnudaginn hátíðleg- an á réttan hátt; þá verða foreldrahúsin kærasti og bjartasti bletturinn á jörðunni í augum barnanna, jafnvel þótt þau fari langt á brott. Nú ætla eg að segja þér i fáum orðum, hvernig þú átt, að vera við óþekku börnin, sem svo eru kölluð. Eg á við þau börn, sem hafa eit.thvað Ijótt í fari sínu, sem eru þiætugjörn, ósannsögul eða sérstaklega eigingjörn. Það er alveg rangt að hafa þau börn útundan, vera allt af að ávíta þau, eða setja þau

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.