Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 16

Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 16
48 faðirinn kemur þreyttur heim frá starfl sínu á kvöldin og er ekki sjerlega fús á að heyra kvartanir og kærur konu sinnar hann langar ekki til annars en leika sjer að börnunum, eða þá reka þau i rúrnið sem bráðast. Hann varðar okkert um það, þótt aumingja konan hans sje alveg r áðaiaus út af óþekkt- inni i þeim, og verður gramur yfir því, að hann „skuli ekki hafa húsfrið heima hjá sjer:‘, „konan sé að lepja i sig alls konar smámuni" og „ár og síð og alla tið sé sama raunaroll- an hjá henni“. Sá þussi — jeg ætla að kalla hann þussa, þótt hann væri háskólakennari, og það háskólakennari, sem gerir eitthvert gagn — sá þussi fær eínhvern tíma að gráta yflr eigingirni sinni og makindaelsku. — Annað mál er það að vér .verðum að gera glöggan greinamun á syud og form- göllum, svo sem gáskafullum bernskubrögðum, klaufaskap og öðru þess háttar. í þeim efnum er mörgum foreldrum mjög ábótavant. Sumir hafa svo næma fegurðartilfinningu, að þeir átelja barnið sitt engu minna, þegar það óhreinkar sig, horð- ar eða drekkur klaufalega eða gleymir að þakka fyrir sig, heldur en þegar það fer vísvitandi með ósannindi. Það eru til fereldrar, sem eru svo smásmuglegir, að gáskafulli dreng- urinn þeirra, sem ætlaði að stökkva yfir lækinn, en skall þá í hann miðjan, fær engu vægai'i refsingu en hinn, sem falsaði einkunnarbók sína. Sumir foreldrar eru svo ágjarnir, að þeir veiða miklu reiðari, þegar sonur þeirra týnir blýant, en þegar hann tekur það, sem aðiir eiga, eða óhlýðnast þeim. Það þarf engum blöðum um það að fletta, að svona lagað „uppeldi“ glatar öllum sönnum siðferðistilfinaingum barnanna. Vérætt- um þó að minnsta kosti að geta fengið leiðbeiningar hjá sam- vizkunni. Eða ert þú í liku skapi, þegar þú hefur kveikt i pípunni þiuni í ógáti með fimm króna seðli, eins og þegar þú hef- ur bakmælt náunga þínum? Þér fellur þó líklega ekki jafnsárt, að þú skyldir brjóta dýra skál, eins og að þú skyldir taka það, sem þú áttir ekki. Þótt þú brenndir fimmkrónaseðilinn eða brytir skálina, þá eru það smámunir hjá hinu, það eru óhöpp, sem hægt er að komast hjá, og stafa af of htlum sjálfsaga og stillingarleysi, en samvizkan ákærir þig ekki fyrir það, og þú hefur ekki gjört árás á hátign drotfins með þvi. (Framh.). Útgefaudi: Lárus Halldór&sonj frikú-kjupret>tm-.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.