Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 3
35
Þessi virðulegi ræðumaður trúir ekld á fyrstu bók biblí-
unnar, ekki á hina siðustu og ekki á neitt þar á milii, sem
innblásið af guði, og hann heldur því þess vegna fram, að það
þurfi að hreinsa biblíuna. Þeir eiu þvi miður margir, sem
eru á sama máli eins og þessi ræðumaður, og á meðai þeirra
eru Tómas Paine og Róbert Ingersoil. Slíkir menn eru þó
meira afsakanlegir, því þeir kannast hreinskilnislega við, að
þeir séu vantrúarmenn, þar sem aptur á móti hinn umgetni
ræðumaður þykist vera kristinn og stendur í þjónustu kristins
safnaðar og gjörir þó áiás á ritninguna.
Að ráðist sé á biblíuna og kristindóminn frá ræðustól-
um vantrúarinnar, það er sftk sér og ekkert undarlegt; en þeg-
ar einhver af þjónum orðsins bregzt trúarjátningu safnaðar-
félags sins, þá er það skýlaus skylda hans, að segja skilið við
það safnaðarféiag. Hvað mundir þú hugsa um þann skrifstofu-
þjón, er á sama tima sem hann fengi fæði hjá húsbónda sín-
um, gjörði honnm allt það ógagn, er hann gæti? í sa.rinleika ætti
þó hver orðsins þjónn að vera eins ærlegur gagnvart söfnuði
sinum, eins og skrifstofu-þjónninn gagnvart. húsbónda sínum.
Á sama tíma sem bibhunni eru veittar árásir af van-
trúuðum vísindamönnum, af ruddaskap, af fölsun, af eitri
spillingarinnar og af öllum löstum jarðarinnar, taka nú einnig
þjónar sjálfrar trúarinnar að leggja hönd að þessu óbóta-verki.
Þetta er nauða líkt þeirri skipshöfn, sem, þá er stormur og
öldur ógnuðu með að brjóta skipið, færu niður i lestarrúmið
og reyndu með öxum og sögum að ná burtu nokkrum af
plönkunum úr skipsbotninum, fyrir þá sök, að þeir væru eigi
teknir íír réttum stað í skóginum. Hið gámla skip fagnaðar-
böðskaparins er statt á mjög erfiðri ferð, með jörð og undir-
djúp geysandi umhverfis sig og með drottinssvik um borð; en
eg hef eigi getað oi'ðið þess áskynja, að nokkur einn planki
sé farinn að ganga úr skorðum. Eg hef heyrt, að kjölur og
kinnungur þessa skips séu gjörðir af sedrusvið frá Libanon, að
skipið sé svo traust byggt að það þoli allan storm og sjógang
og að skipstjóri sé ákveðinn í því, að koma því heilu og höldnu
til hafnar. En söm er skömmin þeirra, er gjöra sig seka í
drottinssvikum um borð.
Pegar eg nú set mig upp ú móti hinni svo kölluðu hreins-