Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 15

Fríkirkjan - 01.03.1902, Blaðsíða 15
47 þeir, sem þú sérð í fari barna þinna og hefur andstygð á, eru opt og einatt gallar sjálfs þíns, og að hvert barn er kallað til þess að verða guðs barn, að vér eigum að styðja að því eptir mætti, og eina ráðið til þess sé ósérplæginn kærleikur. Það er áríðandi í þessu efni að krossfesta og deyða alla eigingirni gamla Adams, enda er sú krossfesting til tímanlegrar og eilífr- ar gleði. V. Yfirsjón, refsing, fyrirgefning. Það kemur bezt í ljós, þegar foreldrarnir fara að skipta sér af synd barna sinna, hvort þau hafa nokkuð af guðdómleg- íá vizku eða ekki. Sá, sem veit ekki, að syndin er lands og lýða tjón, getur aldrei alið börn vel upp, þvi að börnin eru einnig partur af „lýðnum“. Sæl eru þau börn, sem eiga þá foreldra, sem eru gagntekin af heilögum ótta gagnvart allri synd, ótta, sem segir: „Hvernig skyidi jeg aðhafast svo mikla óhæfu, að syndga á móti guði?“ -— Sæl eru börnin, þegar foreldrarnir forðast og hata alla synd, enda þótt það sé í mikl- um veikleika. Þeir foreldrar munu rata rétta leið með börn- in sín. Eins og kunnugt er, er syndin ekki ætíð jafn augsýnilega viðbjóðsleg og fráfælandi, og í fari ungra drengja og lítilla telpna er hún stundum jafnvel ástúðleg og hugðnæm að ytra útliti, eða að minsta kosti skemtileg og brosleg. l?vi er nú ver og miður að margir foreldrar hlæja að þrjózku „dreng- hnokkans" sins og stórlyndi hennar litlu dóttur sinnar, og þykir það góður vottur um fastlyndi og táp. Margir foreldr- ar hafa og gaman af, þegar litli drengurinn þeirra lumbrar duglega á systkinum sínum, en gleyma því, að það er ekki tómur kai'lmennsku vottur heldur vottur um bráðlyndi og drottnunargirni. Þá eru opt aðrir foreldrar, sem raunar þykir syndir barna sinna óþægilegar og athugaverðar, en þeir eru of kjarklausir og viðkvæmir til þess að grípa til alvarlegra ráða. Þeim þykir opt.ast nóg að áminna eins og Elí: „Börn mín góð, hvað er það, sem jeg heyri um yður?“ Þegar svo allt ætlar um koll að keyra, gripa þeir snöggvast i taumana, „en það er ekki gaman að eiga í sífeldri orrahríð við krakk- ana“, segja þeir, og sleppa svo taumunum aptur. Margur

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.