Prestafélagsritið - 01.01.1925, Blaðsíða 28

Prestafélagsritið - 01.01.1925, Blaðsíða 28
Prestafélagsritið. Búddha og andastefna hans. 23 Og með vitundarlífinu þjáningin*. — Hér sjáum vér hylla undir höfuðatriði Búddhismans — lausnina frá þjáningum Iífsins — Nirvana. í Upanishad-ritunum virðist algyðistrúin fullþroskuð og í þeim kennir bölsýni þeirrar, sem mjög virðist einkenna andastefnu Búddha. Það var eins og umhugsun þessara spek- inga um tilveruna, með öllum hennar þrautum og þjáningum, þreytti svo sálir þeirra, að þeir leituðu hvíldar í eilífum svefni tilveruleysis — í útsloknun vitundarinnar. Og þetta, sem þeir nefndu Brahma, var eins og tákn lífsleiðans og vantrúarinnar á mátt hins góða í lífinu. Brahma varð athvarfið, í því eða honum leituðu þeir hvíldar og algleymis. Þessi skoðun, sem birtist í Upanishad-ritunum, kom fram hjá þjóð, sem bjó við furðuleg náttúruskilyrði. Frjósemi Indlands og náttúrugæði eru mikil og margvísleg — landið miðlar börnum sínum ríku- legum gjöfum daglegs brauðs og veðurblíðan er næsta mikil, þar sem hæztu fjöll í heimi skýla fyrir hinum kalda norðan- vindi. En hins vegar er náttúran svo voldug gagnvart mann- anna börnum, að vanmáttartilfinningin á hægt með að þróast hjá þeim. Hallæri koma stundum og eyða heil héröð, eitur- slöngur og tígrisdýr hremma bráð sína þegar minst varir og alt þetta lamar sálarþrek landsbúanna. Náttúran var örlát börn- um sínum — þegar hún vildi — en ofraun var þeim að berj- ast gegn henni. Við þessi skilyrði lamaðist viljaþrótturinn, en hugarflugið nærðist af öllu þessu, — draumóramenn höfðu næði til að brjóta heilann um þau öfl, sem höfðu ráð á lífi þeirra. Og bölsýni og heimsflóttastefna varð afkvæmi þessara hugsana. Frá fornu fari höfðu menn í Indlandi trúað á svo- nefnt sálnaflakk — trúðu því að sálir manna ættu fyrir hönd- um að birtast í ýmsum myndum eftir dauðann — í líkömum manna og dýra, í málmum og steinum. Það er erfitt að rekja til uppruna þessarar trúar, en frá því fyrsta hefir hún þó verið „ethisk“. Eftir eðli og ásigkomulagi sálarinnar trúðu menn því, að hún holdgaðist ýmist í gerfi góðra manna eða hins vegar vondra — eða í villidýragerfi. Góðar sálir eða 9óðir andar fengu veglegan bústað, en illir mannsandar nið- urlægðust. Og lífskjör manna sköpuðust fyrir breytni þeirra í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Prestafélagsritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.