Prestafélagsritið - 01.01.1925, Blaðsíða 42
Prestafíiagsritið. Búddha og andastefna hans. 37
legu sviðum, alt til þess er hún fæðist á ný. Mannssálin verð-
ur að hlíta þeim örlögum, sem hún sjálf hefir skapað sér
í lífinu og kallast Karma eða Karman, en það þýðir verk
eða breytni. Góðir menn hefjast upp í Ijósa himinbústaði og
lifa þar í sambúð við góða engla eða deva. Eftir dauðann
komast þannig góðir menn þangað, sem heilagir menn í lif-
anda lífi komast í hugleiðslu. Vondir menn þar á móti hníga
niður í myrka kvalastaði eftir dauðann eða þá holdgast í villi-
dýralíkömum eða verða illir andar. Ómannúðleg verk eða
ómannúðlegt athæfi — alt sem »homini indignum estc — leiðir
til refsingar á ómannlegum sviðum — annað hvort í ríki
hinna illu anda (asuraloka) eða í dýraríkinu. Því er haldið
fram í helgiritunum, að holdganir í skuggaríkin (petaloka), í
helvítin (naraka), á svið hinna illu anda (asura), og í dýraríkið
(tirachana) séu langt um tíðari en mannlegar holdganir og
endurfæðingar — enda er það talið eigi lítið afrek, að skapa
sér Karma sem leiðir til endurfæðingar í göfugum manns-
líkama. Illir andar geta einnig náð valdi yfir hugum manna
og líkömum þeirra og virðist í þessu efni nokkur skyldleiki
milli Búddhismans og N. T. í þessu sambandi er rétt að
9eta þess, að Búddhatrúin heldur eigi fram eilífri glötun —
því að vansæluástandið varir aðeins svo lengi sem örlaga-
skuldin er að ljúkast.
III. Þriðja þekkingaratriðið, sem lærisveinninn öðlast í hug-
leiðslunni er það, sem mest áherzla er lögð á í boðskap
Búddha. Það er þekkingin á þjáningunni — orsök hennar og
eðli. I helgisögunni um Búddha er því lýst er hann »Vaknar«
«1 skilnings á orsök og eðli þjáningarinnar og skal því lýst
weð orðum helgiritanna:
»Á þriðju næturvöku — rétt áður en morgunroðinn boðaði
komu sólarinnar, beindi Bodhisattva andlegu auga sínu að
eðli og upphafi og orsök þjáninganna. Og honum fanst heim-
urinn vera í mikilli neyð þar sem verurnar eru háðar lög-
máli fæðingar, elli og dauða og — endurfæðingar. Og enn
sá hann ekki orsakasamhengi þjáninganna. Þá spurði hann
sig: »Hver er orsökin, sem veldur elli og dauða? Og brátt