Ný kristileg smárit - 01.01.1896, Blaðsíða 6

Ný kristileg smárit - 01.01.1896, Blaðsíða 6
126 'vildi verSa kristniboSari. Hann sigldi langt í burt, til þess að lifa meðal heiSingja, þar sem enginn hvítur maSur var nálægur. En kærleikurinn í hjarta hans varðveitti hann eins og skjöldur. Sorglegar líSanir og ástríður dóu burt alstaSar þar, sem þessi vinur hinna fátæku og syndugu og nauSstöddu kom. Hann flutti heiðingjum lærdóminn um Jesúm Krist, og sigraði hjörtu þeirra honum til handa, svo að allur þjóðflokkurinn, sem hann starfaði hjá, lærði að lifa heilögu lífarni. Síðan »sofnaði hann«, og »fór lieim« til þess að sjá frelsara sinn. Ef þjer viljið lesa »æfi DavíSs Livingstone’s«, munuð.þjer sjá, að hjarta hans stækkaSi, þegar Ró- bert Muffat sagði honum um Afríku, og þjer munuð sjá, hversu hann lifði og dó fyrir þotta »dimma megin- land«. »Jeg er kristniboðari af öllu hjarta og allri sálu«, sagði hann. »Guð átti einn einka-son, og hann var trúboðari og lælcnir. Ljelegur eptirbreytandi hans langar mig til að vera, já, mjög ljelegur. Við þenn- an starfa vona jcg að jeg lifi, og við hann langar mig til að deyja«. Hið stóra hjarta Davíös Livingstone’s er enn þá fullt af elsku, þegar vjer stöndum í Westminster Abbey, og lesum þar þessi orð, sem liann skrifaði frá Afríku árið áður cn hann dó: »Allt, sem jeg get bætt við í einveru minni hjer, »er það, að jeg óska þess af öllu hjarta, aS ríkuleg »blessun Drottins komi niður yfir sjerhvern þann,— »hvort sem hann er . Ameríkumaður, Englendingur »eða Tyrki — sem vill hjálpa til að lækna hinar »opnu undir veraldarinnar«.

x

Ný kristileg smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.