Ný kristileg smárit - 01.01.1896, Blaðsíða 11
131
inn og faðirinn reyndu árangurslaust að spekja dreng-
inn; hann hafði sama ljóta orðbragðið við Jaá, svo
j)eir urðu ráðalausir. Þegar læknirinn sá álirifin,
sem það hafði á móður hans, þá bað hann rnann
hennar, að fara burtu með hana. Um leið og lækn-
irinn þar á eptir var að fara, hitti hann frú Brown
i anddyrinu. Hún mælti: »Hvað lialdið þjer um
hann, herra læknir!?« »Hann er mjög veik\ir«, svar-
aði læknirinn, »en við höfum komið honum á fætur
áður moð góðri hjúkrun; ]mð er von mín, að það tak-
ist enn«. »Góði læknir! mælti hún. »Hann má ekki
deyja! Honum verður að batna! Að hugsa sjer að
hann deyi með slíku orðbragði, án þess að iörast þess,
það er slcelfilegt«. »Hann getur ekki borið ábyrgð
á þessu«, svaraði læknirinn; »hann veit nú ekki
hvað hann gjörir«. »Hann ber ábyrgð á því engu
að síður«, svaraði móöirin, »því að ef hann hefði
aldrei blótað og formælt, þegar liann var heilbrigð-
ur, þá liefði hann eklci gjört það nú svo mikillega«.
------Nú komu langir og þreytandi dagar; honum
versnaði smátt og smátt enn meira; svo fór loks, að
hann þekkti tæplega nokkurn mann. Faðir lians og
móðir gættu hans nótt og dag, og lilutu þau sífellt
að heyra þetta hræðiloga orðbragð, sem götustrákar
við hafa. Nágrannakonurnar buöust góðfúslega til
þess að lijálpa til að annast hann í veikindum lians,
cn móðir lians vildi það með engu móti. »Hann hef-
ir svo mikið óráð«, sagði hún. »Okunnugt andlit
gæti gjört hann veikari«. — »En ef liann þekkir eng-
an, þá getur það ekki skaðaö liann«, svaraði ná-
grannakonan. En móðirin hjelt sínu málifram: hún