Syrpa - 01.12.1916, Blaðsíða 19

Syrpa - 01.12.1916, Blaðsíða 19
SYRPA, 4. HEFTI 1916 209 hvað mundi þá .verða um Signýju, eina og allslausa í ör- æfaskýlinu ? Hann hafði lokið nestinu og brennivín hafði hann því miður ekki. Eitthvað varð til bragðs að taka. — Rjúpurnar — þarna var ráðið! Hann hafði skotið tvær rjúpur um morguninn. Nú reytti hann þær í snatri, klemdi tennurnar inn í kalt hráætið og saug. Af einhverju varð hann að lifa. Hann reif og tætti í sundur bráðina með slitnum tann-nöfrunum, eins og rándýr; viðbjóðslegt var það úr öllu hófi—en það bjargaði honum, hitaði líkamann undarlega fljótt. þegar skafrenningsrok- urnar gengu sem hæst, fal hann sig eins djúpt í gjánni og auðið varð, en að þeim loknum skreið hann jafnharðan á fætur og gægðist upp fyrir barminn, til þes að vita um hvort nokkur umskifti væru í nánd. Og nú fanst honum veðurstaðan vera að breytast og skýjarof hér og þar. Bezt að halda af stað sem fyrst. pað var seigt í gamla manninum eins og eikarrót. Enn varð hann samt að bíða góða stund, því rokviðrishvið- urnar mundu hafa þeytt honum eins og leiksopp eitthvað út í buskann. Lengur gat hann þó engan veginn beðið — nú— eða ------. porleifur skreiddist upp úr sprungunni og rétti ögn úr sér. Hann batt á sig skíð í snatri. O-jæja, dálítið gat hann þó enn hreyft fæturna. Heim varð hann að komast í kvöld, hvað sem kostaði. — Og mann-maurinn svamlar á ný um mjallar-hafið, álíka hrað- fara og brekkusnigillinn; — en norðanrosinn rekur upp ískaldan an hæðnihlátur og undrast með sjálfum sér stærilæti lítilmagn- ans, er þykist geta boðið öflum óveðursins byrginn. En por- leifur sækir gönguna í ákafa. fsmolar hanga í hári og skeggi. Gamla, slitna hríðarúlpan er á að líta eins og stálbrynja; þó miðar honum drjúgum. En þetta verður glíman lífs og dauða, og porleifur hefir ákveð- ið að ganga sigrandi af hólmi. Signý var alein í Selinu, sorg- inædd og hrædd. Oft og þrá- sinnis hafði hún opnað dyrnar og skygnst út. Og í síðasta skiftið hafði henni ekki hepn- ast að koma aftur hurðinni. Guð minn góður, en að hann porleifur skuli ekki koma. Hún gat ekkert unnið, hvorki spunn- ið né kembt; hún gat að eins skolfið. Og svo skyldi hann nú alls ekki koma?—Ef til vill lá hann dauðvona í einhverjum öræfaskaflinum, með frostörv- arnar á leiðinni til hjartans. Drottinn allsherjar — hún ein- stæðingur, innilukt af fanna- múr, úrræðalaus, kjarklaus, uppi á regin-heiðum. Ein—al- ein—. Nei, nei, hún þorði hvorki né gat hugsað sér önn- ur eins sögulok. Hún féll á kné við hlóðarsteininn og grét eins og barn, en á milli gráthviðanna bað hún guð að gæta porleifs. Alt í einu heyrðist þungur dynkur við dyrnar. Signý spratt ’á fætur og opn- aði. porleifur lá við þröskuld- inn. nær dauða en lífi. Hún dró hann inn að hlóðun- um. porleifi var borgið í þetta skiftið. Signý var einsömul í Selinu á ný. porleifur hafði verið við rúmið í nokkra daga, en var orðinn hress aftur. Hann varð sýnilega lotnari og stirðari með ári hverju; en stöðugt hlaut hann að vinna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.