Syrpa - 01.12.1916, Blaðsíða 20

Syrpa - 01.12.1916, Blaðsíða 20
210 SYRPA, 4. HEFTI 1916 hvernig sem veður var, jafnt í sólskini, sumarregni, haust- slyddu og góugrimdum. pegar hann lagði af stað á morgnana rtieð byssuhólkinn á öxlinni, starði Signý langa lengi á eftir honum, og bað guð að leiða hann heilan heim á kvöldin. Hún hafði orðið því nær vit- stola síðast, er hún hitti hann hálfdauðan á þröskuldinum við Selsdymar. Og þegar húma tók skygndist hún ætíð út og hlustaði. pá gat hún hvorki spunnið né kembt. pá rölti hún fram og aftur um Selið, ótta- slegin og eirðarlaus. Eða þá hún settist við hlóðirnar, ein- blíndi á logana og virtist gleyma öllu nema eigin æfi- sorgum. Hún hafði verið gift fyrir langa löngu manni, sem hún unni, og hét Hans. Framtíðar- draumarnir höfðu verið ljúfir og laðandi. J?eim hjónum hafði verið boðið í brúðkaupsveizlu, og þangað kom einnig porbjörn ofláti, gamall biðill Signýjar, er hún hafði marg-neitað. í brúðkaupinu var drukkið mjög, og porbjörn var jafnan í nánd við Hans. M,ælti hann þá tíð- um skætingsorðum um Sig- nýju; henti almenningur að því gaman, því öllum voru kunn bónorðsmálin porbjarnar. Hans varð öskureiður og m(undi sam- stundis hafa ráðist á porbjörn, ef Signý hefði eigi aftrað og haldið í treyjukragann. En að lokum fór svo, að porbjöm flaug á Hans með opinn hníf í hendi; sá Hans þá þann kostinn vænst- an að búast til varnar. Hann hafði rýting við belti og dró hann úr slíðrum í skyndi. Rann þá berserksgangur á porbjörn, hugðist hann að keyra andstæð- ing sinn til jarðar, en í þess stað fékk hann hníístungu í hjartað og var örendur. Hans hljóp á brott í dauðans ofboði. Fólkið þaut á eftir og hélt honum með valdi, því augljóst var, að hann hafði í hyggju að ráða sér bana. En Signý kom og lagði hendur um háls honum og bað hann í guðs nafni að hafa stjóm á sjálfum sér. pá fékk hann á- kafa grátkviðu. Hans settist á stein og grét; ekkinn varð enn dýpri og inni- legri. Honum fanst hjartað ætla að sprengja holið. En nú var ekki til setu boðið. Yfirvöldin gátu komið á hverri stundu og tekið hann fastan fyrir mannvíg. Og silfur átti hann ekki, sem nægja mundi til þes að bæta með víg porbjarn- ar. Eini vegurinn var sá, að reyna að vinna og safna saman upphæð þeirri, er nauðsynleg yrði talin. Enginn lifandi maður mátti vita, hvert hann færi. Svo ætl- aði hann að koma einn góðan veðurdag og greiða manngjöld- in.------ En Hans var ókominn alt til þessa, og Signý hafði ekki heyrt frá honum stakt orð öll þessi ár. Hún hafði flutt til Sylvíu systur sinnar, konu por- leifs, og dvalið með porleifi jafnan síðan. Alt af hafði hún hugsað um Hans, alla hafði hún spurt, er að garði komu, en enginn visi neitt hvar hann var niður kominn. Farandsalar og fjallaræningjar, er í Selið komu, voru allsendis ófróðir, að því er til þeirra mála kom, þótt fróðir væru og fjölkunnugir um margt annað. Enginn vissi um Hans. Hann var týndur, sokkinn til botns eins og steinn, sem kast- að hefir verið í hafið.----- Og Signý situr við hlóðar- steininn, starir í glóöina — og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.