Syrpa - 01.12.1916, Síða 20

Syrpa - 01.12.1916, Síða 20
210 SYRPA, 4. HEFTI 1916 hvernig sem veður var, jafnt í sólskini, sumarregni, haust- slyddu og góugrimdum. pegar hann lagði af stað á morgnana rtieð byssuhólkinn á öxlinni, starði Signý langa lengi á eftir honum, og bað guð að leiða hann heilan heim á kvöldin. Hún hafði orðið því nær vit- stola síðast, er hún hitti hann hálfdauðan á þröskuldinum við Selsdymar. Og þegar húma tók skygndist hún ætíð út og hlustaði. pá gat hún hvorki spunnið né kembt. pá rölti hún fram og aftur um Selið, ótta- slegin og eirðarlaus. Eða þá hún settist við hlóðirnar, ein- blíndi á logana og virtist gleyma öllu nema eigin æfi- sorgum. Hún hafði verið gift fyrir langa löngu manni, sem hún unni, og hét Hans. Framtíðar- draumarnir höfðu verið ljúfir og laðandi. J?eim hjónum hafði verið boðið í brúðkaupsveizlu, og þangað kom einnig porbjörn ofláti, gamall biðill Signýjar, er hún hafði marg-neitað. í brúðkaupinu var drukkið mjög, og porbjörn var jafnan í nánd við Hans. M,ælti hann þá tíð- um skætingsorðum um Sig- nýju; henti almenningur að því gaman, því öllum voru kunn bónorðsmálin porbjarnar. Hans varð öskureiður og m(undi sam- stundis hafa ráðist á porbjörn, ef Signý hefði eigi aftrað og haldið í treyjukragann. En að lokum fór svo, að porbjöm flaug á Hans með opinn hníf í hendi; sá Hans þá þann kostinn vænst- an að búast til varnar. Hann hafði rýting við belti og dró hann úr slíðrum í skyndi. Rann þá berserksgangur á porbjörn, hugðist hann að keyra andstæð- ing sinn til jarðar, en í þess stað fékk hann hníístungu í hjartað og var örendur. Hans hljóp á brott í dauðans ofboði. Fólkið þaut á eftir og hélt honum með valdi, því augljóst var, að hann hafði í hyggju að ráða sér bana. En Signý kom og lagði hendur um háls honum og bað hann í guðs nafni að hafa stjóm á sjálfum sér. pá fékk hann á- kafa grátkviðu. Hans settist á stein og grét; ekkinn varð enn dýpri og inni- legri. Honum fanst hjartað ætla að sprengja holið. En nú var ekki til setu boðið. Yfirvöldin gátu komið á hverri stundu og tekið hann fastan fyrir mannvíg. Og silfur átti hann ekki, sem nægja mundi til þes að bæta með víg porbjarn- ar. Eini vegurinn var sá, að reyna að vinna og safna saman upphæð þeirri, er nauðsynleg yrði talin. Enginn lifandi maður mátti vita, hvert hann færi. Svo ætl- aði hann að koma einn góðan veðurdag og greiða manngjöld- in.------ En Hans var ókominn alt til þessa, og Signý hafði ekki heyrt frá honum stakt orð öll þessi ár. Hún hafði flutt til Sylvíu systur sinnar, konu por- leifs, og dvalið með porleifi jafnan síðan. Alt af hafði hún hugsað um Hans, alla hafði hún spurt, er að garði komu, en enginn visi neitt hvar hann var niður kominn. Farandsalar og fjallaræningjar, er í Selið komu, voru allsendis ófróðir, að því er til þeirra mála kom, þótt fróðir væru og fjölkunnugir um margt annað. Enginn vissi um Hans. Hann var týndur, sokkinn til botns eins og steinn, sem kast- að hefir verið í hafið.----- Og Signý situr við hlóðar- steininn, starir í glóöina — og

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.