Syrpa - 01.12.1916, Blaðsíða 50

Syrpa - 01.12.1916, Blaðsíða 50
240 SYRPA, 4. HEFTI 1916 Kristján bóndi mig' aö Einarsstððum í Reykjadal, stóð eg' þar ekki lengi við, þó eg mætti þar gömlum og góðum húsbændum, og var eg þá komin í Helgastaðahrepp. Frá Einarsstöðum var eg Putt að Helga- stöðum, því þar stóð yfir hreppamót og. var mér þar ráðstafað að Garði. Þaðan fylgdi mér Páil Sveinsson frá Syðrafjalli og gekk hann A. undan hestinum, sem eg reið. í Garði var mér vel tekið og voru þau, blindi Jón og Anna kona hans, altaf vel til mín eins og sézt á næstu vistarlýs- ingu. Þrettánda vist. Uni vorið eftir eins árs veru í Hleinargarði, fluttist eg norður að Garði í Aðaldal og höfðu lireppstjór- arnir í Heigastaðahrepp gjört þá ráðstöfun. Jón blindi bjó þá á parti jarðarinnar og hjá honum var eg ráðin. Hjá Jóni var margt fólk, mest börn. Var þar vinnumaður, Einar svarti Einarsson með eitt barn, og eg með eitt og svo hús- bændurnir með 2, en eitthvað var af börnunt þeirra annarstaðar. Jón blindi hafði 17 ær í kvíum, eina kú og tvö hross. Húsbændurnir voru vel til mín og hafði eg ekki út á neitt að setja, en nú kaus eg að flytja til bróður míns. Fjórtánda vist. Eluttist eg því eftir eins árs veru til Magnúsar bróður míns, sem nú hafði byrjað búskap í Haldbak við Húsavík og bjó hann þar á móti tengdaföður sínum, Hans Bjerring, Fór nú vel um mig og barnið mitt, en það stóð ekki lengi og ekki nema árið. Eg flutti því um vorið 14. maí að Þverá í Reykjahverfi til Jónasar Jóhannessonar og Guðnýar Björns- dóttur, en barnið mitt varð eftir í Kaldbak hjá Hans og Ingibjörgu, konu hans og var þar í góðra manna höndum. Til heimilis á Þverá voru þá 9 manns með þreniur börnum bjónanna. Svo var þar í húsmensku Jakobína Bjerring,systir Hansar, sem áður er nefndur. Viðurgjörningur var hér í meðai- lagi, því húsbæn'durnir voru víst fremur aðsjál og ekki hafði eg fyrri borðað srnjör, sem blandað var hval- feiti og aldrei datt liúsmóðir okkar í liug að víkja okkur góðu, þegar við komum heim af engjum votar liátt og lágt, því engjar voru mest vot- lendi. Eg var þá orðin mjög fátæk af fatnaði, því alt kaupið mitt gekk nú með barninu mínu, svo kuldi og vosbúð gengu nú hart að mér. Af þeim tíma sem eg' dvaldist á Þverá, þótti mér skemtilegast á grasaheið- inni, og var eg þá eitt sinn ósamt annari vinnukonu send eina viku norður á Reykjarheiði norðaustur af Þeystareykjum. Við grösuðum vel og fengum sína 6 fjórðungana hvor, mig minnir þó að eg ltefði einum 6 eða 8 pundum meira en hin stúlkan. Húsmóðir okkar bjó okkur vel út bæði að mat og kaffi og tók okkur mjög vel, þegarheim kom og var hin ánægðasta yfir árangrinum. Grasa- tjalaið okkar stóð austan undir Ketil- Ijallinu svonefnda og hafði víst eng- inn tekið þar grös áður, því þúfurn- ar voru þaktar af þeim, rauðgrænar á lit, svo stundum gátum við tekið báðar lúkurnar fullar af grösutn, hafði eg aldrei séð neitt líkt því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.