Syrpa - 01.12.1916, Blaðsíða 57

Syrpa - 01.12.1916, Blaðsíða 57
SYRPA, 4, HEETI 1916 247 Þá um kvöldiS geröi noröansúld og þoku. Við vorum daufir i dálkinu, því cnn sást hvorugt dýriö. Viö höfð- um heyrt þau gagga uppi á hálsin- um nokkrum sinnum um daginn; og þegar á kvöldið leið heyrðum við þau stöku sinnum v;ela ámátlega; væliö var stundum Iikast barnsgráti. Það var afráðiö, að viö skyldum báðir vaka uni nóttina. Bensi settist efst í byrgið og horfði niður brekkuna, og hafði byss- una hlaðna milli hnjánna. Kn eg sat á móti honum allur í keng; eg skalf 1 næturkuldaum og heimskaði sjálfan mig fyrir að hafa farið þessa ferö, og hét að fara aldrei framar á gren. Þarna sátum við steinþegjandi stund eftir stund. Og ekki kom grenlægjan. Þá fór Bensi alt i einu að þvlja upphátt ljóö, sem hann kunni. Hann var greindur maöur, og kunni margt it'tan að. Seinast byrjaði hann á löngum og fögrum ljóðum um Axel. Þau ljóð hefir Steingrímur Thorsteinsson þýtt úr sænsku á íslenzku. Eg man ekki livað langt hann v'ar kominn, cn alt í einu þreif hann byss- una, setti hlaupið beint ofan á koll- inn á mér og hleypti skotinu úr. Rétt i svipan var eg í efa um, hvort skotið heföi fariö í höfuðið á mér, eöa i hausinn á tófunni. En eg varð þess brátt vísari, að það haföi engan haus molað. Það haföi hlaupið í kviðinn á grenlægj- unni. Hún lá á hliðinni niðri á bal- anum og nagaði sáriö; en ekki heyrö- ist nokkurt ýlfur til hennar. Tófan er hörð, Það er sagt, að þær hafi stundum nagað af sér fótinn, ef hann festist í dýraboga. Nú var þá grenlægjan unnin. Og eg hét því aö fara aftur á gren, hve nær sem eg gæti. Sörnu nótt fór Bensi með byssu sina upp á hálsana, hitti þar refinn og skaut hann. Eg dáöist nú að Bensa. Næsta dag v'ar aftur gott veður og við lékum viö hvern fingur. Nú var þó eftir að ná yrðling- unum. Viö lögðumst á linén við grenis- munnana og gögguöum eins og tófa. Bensi setti upp sjóvetling og stakk handleggnum inn i holuna. Á þenn- an hátt náöi hann tveimur yröling- um. En fleiri gátum við ekki gagg- að út. Þá tókum við til og svældum gren- iö. rifum hrís, færðum það að sreninu, bárum eld í. og höguðum svo til, aö reykinn lagði inn i greniö. Með þessum hætti tekst oft að hrekja grenlægjur og yrðlinga út úr möldargrenjum. Því veröur ekki komið við á urðargrenjum, þar sem munnarnir eru mjög margir. Bensi náði tveimur yrðlingum í viðbót, og upp frá því heyröist ekk- ert ýlfur í greninu, ]>ó aö við legðum hlustir aö munnanum. Þá var eftir stóri yrðlingurinn minn. Bensi vildi ckki eyða skoti á hann en tók í skottiö á honum og sló hausnum við stein, sv'o aö hann töt- aöist. Eg sneri mér undan á meöan, því að mér var farið að þykja vænt um dýrið. Nú liéldum við heimleiöis með alla belgina; þá eignaðist refaskytt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.