Syrpa - 01.12.1916, Side 57

Syrpa - 01.12.1916, Side 57
SYRPA, 4, HEETI 1916 247 Þá um kvöldiS geröi noröansúld og þoku. Við vorum daufir i dálkinu, því cnn sást hvorugt dýriö. Viö höfð- um heyrt þau gagga uppi á hálsin- um nokkrum sinnum um daginn; og þegar á kvöldið leið heyrðum við þau stöku sinnum v;ela ámátlega; væliö var stundum Iikast barnsgráti. Það var afráðiö, að viö skyldum báðir vaka uni nóttina. Bensi settist efst í byrgið og horfði niður brekkuna, og hafði byss- una hlaðna milli hnjánna. Kn eg sat á móti honum allur í keng; eg skalf 1 næturkuldaum og heimskaði sjálfan mig fyrir að hafa farið þessa ferö, og hét að fara aldrei framar á gren. Þarna sátum við steinþegjandi stund eftir stund. Og ekki kom grenlægjan. Þá fór Bensi alt i einu að þvlja upphátt ljóö, sem hann kunni. Hann var greindur maöur, og kunni margt it'tan að. Seinast byrjaði hann á löngum og fögrum ljóðum um Axel. Þau ljóð hefir Steingrímur Thorsteinsson þýtt úr sænsku á íslenzku. Eg man ekki livað langt hann v'ar kominn, cn alt í einu þreif hann byss- una, setti hlaupið beint ofan á koll- inn á mér og hleypti skotinu úr. Rétt i svipan var eg í efa um, hvort skotið heföi fariö í höfuðið á mér, eöa i hausinn á tófunni. En eg varð þess brátt vísari, að það haföi engan haus molað. Það haföi hlaupið í kviðinn á grenlægj- unni. Hún lá á hliðinni niðri á bal- anum og nagaði sáriö; en ekki heyrö- ist nokkurt ýlfur til hennar. Tófan er hörð, Það er sagt, að þær hafi stundum nagað af sér fótinn, ef hann festist í dýraboga. Nú var þá grenlægjan unnin. Og eg hét því aö fara aftur á gren, hve nær sem eg gæti. Sörnu nótt fór Bensi með byssu sina upp á hálsana, hitti þar refinn og skaut hann. Eg dáöist nú að Bensa. Næsta dag v'ar aftur gott veður og við lékum viö hvern fingur. Nú var þó eftir að ná yrðling- unum. Viö lögðumst á linén við grenis- munnana og gögguöum eins og tófa. Bensi setti upp sjóvetling og stakk handleggnum inn i holuna. Á þenn- an hátt náöi hann tveimur yröling- um. En fleiri gátum við ekki gagg- að út. Þá tókum við til og svældum gren- iö. rifum hrís, færðum það að sreninu, bárum eld í. og höguðum svo til, aö reykinn lagði inn i greniö. Með þessum hætti tekst oft að hrekja grenlægjur og yrðlinga út úr möldargrenjum. Því veröur ekki komið við á urðargrenjum, þar sem munnarnir eru mjög margir. Bensi náði tveimur yrðlingum í viðbót, og upp frá því heyröist ekk- ert ýlfur í greninu, ]>ó aö við legðum hlustir aö munnanum. Þá var eftir stóri yrðlingurinn minn. Bensi vildi ckki eyða skoti á hann en tók í skottiö á honum og sló hausnum við stein, sv'o aö hann töt- aöist. Eg sneri mér undan á meöan, því að mér var farið að þykja vænt um dýrið. Nú liéldum við heimleiöis með alla belgina; þá eignaðist refaskytt-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.