Syrpa - 01.12.1916, Blaðsíða 31

Syrpa - 01.12.1916, Blaðsíða 31
SYRPA 4. HEKTl 1916 221 hr. Laurits Fólkvarðson kom til hans inn í fangaklefann, og jós yfir hann ógrynni af nýjum ákærum. porleifur hlustaði þegj- andi á sakargiftirnar. Alt í einu spurði hann í hálfum hljóðum: “Verður sá, er meðgengur, ekki tafarlaust drepinn?” “Jú, dauðinn verður hans hlutskifti; en hann getur farið með rólega samvizku inn í ei- lífðina,” svaraði hr. Laurits. “pað gerir þá svo sem hvorki til né frá, hvort maður hefir einni syndinni fleira eða færra,” sagði porleifur. “Hvað áttu við?” “Eg á við þetta,” svaraði por- leifur. Og í sama vetfngi spratt hann á fætur og rak hr. Laurits bylmingshögg á ennið með handjárnunum, svo að blóð- gusan stóð úr munni og nösum. Hr. Laurits kastaðist aftur á bak háhljóðandi og gæzlumenn- irnir komu inn. porleifur stóð á miðju gólfi með sigurglampa í augunum og sagði í lágum róm: “petta létti af mér fargi.” Og svo féll hann saman. Hann varð fárveikur, og vissi hvorki að hverju hann var spurður, né hverju hann svaraði. Presturinn var sóttur. Hann kom með hina heilögu kvöld- máltíð. Fógetinn og hr. Laur- its stóðu í forskygninu og töl- uðust við. Prestur gekk beint inn í fangaklefann. porleifur lá með lokuð augu á gólfinu og andvarpaði þungan. Prestur •laut niður ofurhægt og tók í hönd fangans. “Eg er hér með Jesú Krists líkama og blóð, sem mun hreinsa þig af allri synd,” hvísl- aði hann; “en fyrst verðurðu að gera opinbera játningu.” Fanginn leit við einfeldnis- lega. “Áttatíu ára,” stamaði hann ut úr sér. Prestur lét ekki undan. “Viðurkennir þú, að þú sért stórsyndari, og óverðugur náð- ar guðs?” “Já,” svaraði porleifur eins og í óráði. “Viðurkennir þú, að þú sért sekur um öll þau afbrot, sem réttvísin hefir á þig borið?” “Já.” “Vðurkennir þú það einnig rétt vera, að þú sért dæmdur af lífi öðrum til til viðvörunar?” “Já.” “Ertu reiðubúinn að viður- kenna þetta í návist fleiri ?” “Já.” Prestur opnaði dyrnar. “Sigur, herrar mínir! Stór sigur. Að lokum hefir mér hepnast að vinna bug á þessum harðsvíraða stórsyndara. Kom- ið inn, höfðingjar! Fanginn ætl- ar að endurtaka játning sína að yður viðstöddum.” Fógetinn og hr. Laurits gengu inn í klefann. “Viltu nú í viðurvist þessara hávirðulegu yfirvalda endur- taka játningu þína?” sagði prestur og greip á ný um hönd fangans. porleifur leit til þeii’ra hálf- brostnum augum. “Signý!”_ hvíslaði hann lágt, “komdu til’ mín, Signý, mér er svo undur kalt!” Böðlarnir litu undrunaraug- um hvor á annan. porleifur fékk dálitla hryglu; því næst rólegt andvarp—og sál hans var flogin inn á eilífðarinnar land. par var skóarmaðurinn óhultur gegn ofsóknum lénsmanns, fó- geta og prests. par gat hinn 'ofsótti notið réttlætis og friðar, án vígðrar moldar, og án hinnar heilögu kvöldmáltíðar. Endir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.