Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 3

Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 3
Hudson Taylor. i. Undirbúningstíminn. Hudson Taylor er vafalaust, nafnkunnasti allra kristniboða nú á dögum, og enginn núlif- andi kristniboði hefur komið eins miklu í verk og haft önnur eins feiknaáhrif á kristniboð meðal heiðinna þjóða og hann. Hann er nú orðinn svo gamall og lasburða, að hann varð að draga sig í hlje í fyrra. frá störfum og stjórn heiðingjatrú- boðsins, en æfiferill hans er sem geisli frá náðar- stól Drottins og talandi vottur þess að Drottinn er ekki hættur að gjöra kraptaverk og hann er máttugur í hverjum manni, sem vill þjóna hon- um skilyrðislaust. Áður en vjer kynnum oss starf þessa manns meðal heiðingjanna, þurfum vjer að sjá, hvernig æskuár hans voru aðdáanlegur undirbúningur undir æfistarfið. Hudson Taylor fæddist i Jorkshire. á Eng- landi 31. maj 1832. Foreldrarnir voru innilega trúuð Guðs börn, sem lifðu í stöðugu bænasam- bandi við Drottin. „ Jeg er í óendanlega mikilli þakkarskuhl við hjartkæru foreldrana mina, “ sagði Hudson Taylor opt, „fyrir allt það, sem jeg hef fengið náð til að gjöra. “

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.