Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 4

Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 4
4 Faðir hans hjet Ja.mes Taylor og var heirna- trúboði, sem kom miklu góðu til leiðar, en hann var ekki í þeirra tölu, sem halda að ekki sje hægt að gjöra neitt fyrir heiðingjana, a.f því að svo mikið sje ógjört heima; hann sá glöggt að heima- trúboð og heiðingjatrúboð spilla ekki hvort fyrir öðru, en styðja þvert á móti hvort annað bein- línis og óbeinlínis, Af þvi að hann gat okki farið sjálfur til heiðingjalanda, bað hann Guð um að gefa sjer son, sem mætti flytja kristna trú til heiðingjanna einkum í Kína, af því að hann hafði lesiö og heyrt ýmislegt um kristniboðs tilraunirn- ai' þar. En það ieit ekki út fyrir að þessi ósk hans mundi veitast honum, því Hudson Taylor, eini drengurinn, sern hann átti, var mjög heilsulítill og varð þegar á barnsaldri efablandinn og kæru- laus um andleg efni, og þótti foreldrunum það sárt. Þegar hann var 15 ára, var móðir hans að heiman í nokkrar vikur, og var það þá eitt kvöld, að henni fannst allt í einu, að hún yrði alveg sjerstaklega að biðja fyrir drengnum sínum. Iiún fór afsíðis og bað Guð tímum saman um að frelsa drenginn sinn. Loks fannst henni að hún þyrfti ekki að biðja longur um það, nú gæti hún farið að þakka Drottni fyrir það, sem hann væri búinn að gjðra, og það var heldur ekki að á- stæðulausu. Pett.a sama kvöld hafði sonur hennar, sem var heima, ekkert að gjöra, og fór þá að leita í

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.