Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 29

Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 29
29 vel stutt heiðna menn, þegar þeir settust um Sjanbóra, skammt frá Nagasaki 1637, þar sein 10 þúsund vopnfærir kaþólskir Japanar höfðu sezt að til að verjast á meðan unnt væri. Fall- byssur Hollendinga brutu loks skörð í múrana, og 37 þúsund kristnir menn voru liöggnir niður miskunnarlaust. Hollendingar máttu samt ekki verzla nema á einni höfn, Nagasaki, og ekki senda þangað nema eitt skip á ári. Kínverjar máttu og koma til Nagasald en engir aðrir út- lendingar. Japanska stjórnin ljet reisa stóran minnis- varða yfir píslarvottana í Sjanbóra, og ietra á hann þessa yfirlýsingu: „Svo lengi sem sóiin skín má enginn kristinn maður koma ti) Japans. Sömuleiðis sje það öllum kunnugt, að jafnvel þótt konungurinn á Spáni eða Guð kristinna manna (líklegast páfinn) eða hinn mikli Guð yflr öllu, ætli sjer að brjóta þessa skipun, þá skal hann verða hálshöggvinn." Nú var Japan lokað yflr 200 ár, og myrk- ur heiðninnar með ailskonar spillingu hvíldi yfir landinu. En árið 1853 sigldu Bandaríkjamenn fjórum stórum herskipum til Japans, og neyddu Japana orustulaust til að leyfa sjer verzlun á tveimur hafnarbæjum. Brátt komu hiuar stói- þjóðirnar á eptir, og eptir 1860 mátti heita að verzlunin í Japan væri öllum frjáls. En íorboð- ð gegn kristindómnum stóð snmt óhaggað enn. Undir eins og dyrnar opnuðust Komu kristniboð-

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.