Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 16

Vekjarinn - 01.04.1904, Blaðsíða 16
16 únum, eins og hans var von. En hann hafði nýlega orðið fyrir fjártjóni, svo að það hlaut að verða honum mjög erfitt. Um sama leyti kynnt- ist jeg „Kinverska kristniboðsfjelaginu," sama fje- laginu, sem sendi mig síðar til Kína. Stjórn þess bauðst. og til að kosta mig i Lundúnum. Jeg var á báðuin áttum, en skrifaði þegar föður mín- um og fjelagsstjórninni og sagði þeim hvorum fyrir sig frá tilboði hins, en bað um nokkra daga frest til að hugsa mig um. Jeg bað nú um ieiðbeiningu Drottins, og varð mjer þá smám saman ljóst að jeg skyldi hafna báðum boðunum, en þó þannig að hvorugir hefðu nokkrar áhyggjur um hag minn, en hjeldu að jeg hefði þegið tilboð hinns. Jeg gjörði það .og fól mig alveg Guði, og var alveg viss um að Drottinn mundi ekki síður geta og vilja hjálpa mjer hjer í nágrenni við vini mína, heldur en síðar i Kína, ef hann annars ætlaðist til að jeg starfaði þar. Jeg ætla ekki að dvelja hjer við, hvernig Guð hjálpaði mjer þráfaldlega mjer til undrunar og gleði: Jeg komst að raun um að það var erfltt að lifa af jafn litlu í Lundúnum og í Huil, og eptir ýmsar tilraunir sá jeg að ó- dýrast væri fyrir mig að lifa á rúgbrauði og vatni, enda voru það einu útgjöidin, sem jeg gat sparað. Annars bjó jeg í sama herbergi og frændi mitm og hann sá um húsaleiguna. Jeg gekk 8 til 9 (enskar) mílur daglega auk þess sem jeg var á stjái á sjúkrahúsinu og læknaskólanum,

x

Vekjarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.