Vekjarinn - 01.01.1906, Side 8
8
Dauðasvitinn perlar á enni hans, — kvalirn-
ar eru svo miklar að hann getur varla stilt
sig um að hljóða, en hægri handleggurinn er
heill, og heit bæn styrkir hann. Síðustu augna- p
blikin skrifar hann þetta bréf:
»Elsku bezta María mín! *
Þú skilur líklega ekki hérna megin, hvað
eg tek út á meðan eg skrifa þér þetta. Ef
mér væri unt, vildi eg flest til vinna að forða
þér frá sárri sorg. — Eg hefi elskað þig eins
og lifið í hrjósti mér, en — við verðum að
skilja. Það er Guðs vilji, og hann veit, hvað
okkur er fyrir beztu. Mundu það, elskan mín,
— að Iiann agar oss eigi eða hryggir að á-
stæðulausu. -- Frelsaranum okkar getur ekki
skjátlasl.
Eg þráði þá stund, að við mættum hera
saman sorg og gleði; — og egætlaðiað heim-
sækja þig í dag; en nú kveður Guð mig til
fararinnar löngu, sem enginn snýr aftur frá,—
Boðin komu óvænt, en Guði sé lof, eg var
samt reiðubúinn. Eg hefi barizt góðri haráttu, ■*
varðveitl trúna, — bráðum fæ eg kórónuna.
Nú finn eg bezt, hvers virði lifandi trú er.
- Það varsl ])ú, sem leiðbeindir .mér til Jesú.
— Eg fer heim á undan. Skilnaðurinn verð-
ur ekki langur, þótt okkur kunni að fmnast
svo. Mér lánaðist að bjarga Fjólu úr eldin-