Vekjarinn - 01.01.1906, Page 12

Vekjarinn - 01.01.1906, Page 12
12 »Jú, eg man eftir ræningjanum á kross- inum, og eg man líka að sá ræningi sagði al- drei við heilagan anda: »Vik frá mér«, en það lieíi eg sagt, og nú segir hann sömu orðin við mig«. Sjúldingurinn hvíldi sig í nokkrar mínútur, en hætti svo við, um leið og hann starði örvæntingarfullur á læknirinn: »Eg vaknaði fyrir nokkrum árum, og var mjög á- hyggjufullur út af sálarheill minni, en mig langaði svo mikið til að halda áfram i léttúð. Eg vissi að eg var syndari, sem þurfti frelsara, en samt afréð eg að fresta iðrun minni um tima. Samt var eg órólegur þangað til eg hét því með sjálfum mér, að eg skyldi snúa mér til Drottins, þegar hentugt tækifæri byðist næst. ^ Nú sé eg að eg hefði ekki ált að bíða. þvi að eg hefi staðið gegn heilögum anda og hrakið hann frá mér. lig ætlaði að draga það að verða viss um sáluhjálp mína, — en nú er það alt of seinl«. »En«, svaraði læknirinn, »sumir koma þó á elleftu stundu«. »Mín ellefta stund er liðin«, sagði sjúkl- ingurinn. »Hún var þegar Drottinn kallaði á mig, og eg veit ekki til að hann hafi kallað á mig síðan; það er úti um mig. Það er ótta- legl að sjá glötunina fram undan, og geta þó ekki snúið við!«

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.