Vekjarinn - 01.01.1906, Qupperneq 17

Vekjarinn - 01.01.1906, Qupperneq 17
17 »að eg væri stödd i stórri borg á breiðri götu. Þar voru margir á gangi, en útlit þeirra vakti þegar eftirtekt mína. Þeir voru allir svo glaðir og stillilegir á svip, og auðséð að venjulegar skemtanafýsnir, áhyggjur og ástriður voru þeim fjarlægar. Alt viðmót þeirra var svo ást- úðlegt, að eg hefi hvergi mætt öðru eins. — Birtan var og einkennileg, það var eins og sambland af sólar- og tungls-birtu, en þó svo undur skær. — Húsin voru hvert öðru stærra og fegurra, og göturnar spegilsléttar og gulli lagðar. Eg sagði við sjálfa mig: »Hér mun vera heimkynni réttlætisins og sannleikans! — Alt var svo fagurt og' fullkomið. Eg get ekki lýsl því, hvernig á því stóð að mig langaði samt ekkert til að fá að dvelja þarna að staðaldri. Ljóminn og sakleysisblær- inn voru mér til óþæginda. Eg sá engan í sama skapi og eg var, en allir litu samt vin- gjarnlega til mín; það lá svo vel á öllum, og margir heilsuðu mér alúðlega, en eg tók varla undir kveðju þeirra. Það stefndu allir í sömu átt, og eg slóst þá með í förina, en var óánægð og í slæmu skapi. Við komum loks öll að stórhýsi nokkru, miklu veglegra en hin húsin. Fólkið fór upp skrautleg þrep inn í stóran garð, sem var um- hverfis höllina. Mig langaði ekkert til að fara lengra, en gægðist þó af forvitni inn í garðinn; 2

x

Vekjarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.