Vekjarinn - 01.01.1906, Page 20

Vekjarinn - 01.01.1906, Page 20
20 sem bar langt af öðrum, að hátign og göfgi. Það var eins og gleðin og friðurinn slreymdi frá honum, allir sýndu honum lotningu og sungu honum lofsöngva, »Ert þú mállaus? Þvi syngur þú ekki með oss?« sagði alt í einu einhver við mig. Eg svaraði kuldalega: »Eg vil ekki syngja með ykkur, enda kann eg ekki þessa söngva«. Undrun og meðaumkvun skein úr aug- um spyrjandans, svo fór hann. Rétt á eftir fóru sömu orð á milli mín og annars manns. Það var líkast því, sem liann vildi fórna sælu sjálfs sín, ef hann gæti talið mér hughvarf. Geti himneskar verur orðið gagnteknar af kvíða, þá varð þessi mað- ur það. — Eg skildi í rauninni ekkert í, hvaða forherðing gagntók hjarta mitl. Loks kom hann auga á mig, þessi, sem skaraði fram úr öllum hinum. Hann kom til mín, eg skalf eins og hrísla, það var eins og blóðið væri að nema staðar, en j)ó fór kuldi um hjarta mitt, og málrómur minn var jafn kaldranalegur og einarður sem fyr. »Hvers vegna ertu þögul, þegar allir aðrir syngja af gleði umhverfis þig?« sagði Iiaiin. »Kom þú og syng með oss, því að eg hefi unnið sigur. Minn lýður er nú kominn að völdum«. Það var svo mikill kærleikur í orðum

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.