Vekjarinn - 01.01.1906, Side 28

Vekjarinn - 01.01.1906, Side 28
28 guðfræðingur hafði sagt: «Líkræður evangel- isku prestanna eru líkræður evangelisku kirkj- unnar«. Þá datt mér í hug, að faðir minn hafði beðið um að engin ræða yrði haldin við kistu sína, »því að«, skrifaði hann, »hið vana- lega og, að því er virðist, óhjákvæmilega lof- gjörðarvæl hefir mér ætíð þótt viðbjóðslegt og fyrirlitlegt«. Svo fór eg að hugsa um gamla biskup- inn, sem vigði mig fyrir 36 árum. Hann sagði meðal annars: »Líkræður eiga að vera lof- ræður«. Hann sagði það ekki í vígsluræðunni, heldur á eftir, þegar hann var að leggja mjcr lífsreglurnar. Mér varð hverft við þetta ráð, en hann leit á mig þótlalega og sagði: »Ungi maður, hvað ætli þér yður? Menn ællast til þessa af yður. Þér verðið að haga yður eftir almenningi«. Gamli biskupinn sagði það svo sem satt, að menn ætlast venjulega til þess; en hitt gæti verið vafamál, hvort Guð hefi'r kallað oss til að gjöra alt, sem almenningur ætlast til. Ætli við prestarnir sjeum hafðir við jarðarfarir til prýðis eða til að vera boðberar Drottins Jesii Krists? Erum vér þar til að geðjast almenn- ingi eða þræða sannleikann? Hann þekti heiminn, gamli biskupinn. Enda heflr það farið svo, að þegar jeg hefi við og við, þiátt fyrir biskupsráðið, talað um brestí hins látna,

x

Vekjarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.