Vekjarinn - 01.01.1906, Síða 29

Vekjarinn - 01.01.1906, Síða 29
29 villu hans eða kæruleysi í andlegum efnum, þá hefir það, þrátt fyrir varfærni mina, verið talið óviðurkvæmilegt, tilfinningarlaust o. s. frv. De mortuis nil nisi bene (Gott eitt um dána menn). Vandamennirnir ætlast venju- lega til þess og mestur hluti áheyrendanna einnig, og þeir einnig, sem dæma hinn látna fullhart með sjálium sér. Veslings presturinn á að halda lofræðu, hvernig sem á stendur. Þeir vilja sjálfir einnig íá hrós, þegar röðin kemur að þeim, sem vonandi verður langtað biða. Það er meira en lítið erfitt fyrir prestinn að risa gegn almennings álitinu. Það er og oft hægur vandi að blekkja hann, einmitt af því að hann er sjálfur fús til að lála blekkjast, svo má jafnvel bera fyrirsig ritningarorð svo sem: »Kærleikurinn trúir öllu, vonar alt«. En þá er þessum fögru orðum hraparlega misbeitt. Ekki er það óblönduð sannleiksást að minnast einungis á »góðar hliðar« hins látna, en ganga þegjandi fram hjá augljósum brest- um og löstum í fari hans. Skyldi lýsingin þá verða sönn? Það væri ekki erfitt að greiða úr þessu máli, ef hér væri ekki um aðra að ræða en trúaða menn, sem standa stöðugir i afturhvarfi og trú. Peirra vegna er alveg ó- hætt að tala um galla og bresti hins látna. Þeir hneykslast ekki á því, og skilja, að oss

x

Vekjarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.