Vekjarinn - 01.01.1906, Side 36

Vekjarinn - 01.01.1906, Side 36
36 kirkjunnar, ílytja þeim, sem eftir lifa, aðra huggun en þá, sem guðsorð ílytur í afturhvarfi og trú á Jesúm Krist, Drottinn vorn. Það væri ósanngirni að heimta það aí »þessum heimi«, sem »faðirlyginnar« stjórnar, að honum líkaði vel, þegar presturinn talar sannleika, en kirkjan getur heimtað það af prestinum, að hann tali ætíð þannig, að heim- urinn hafi ekki ástæðu til að segja; »prestur- inn lýgur«, og það hefir heimurinn marg oft sagt út af líkræðum, sem hrósuðu hinum framliðnu, gjörðu hann að dýrðlingi, og fullyrtu um sáluhjálp hans; heimurinn hefir margoft sagt: »Presturinn lýgur, og hann veit hann lýgur, — en hann lýgur fyrir borgun«. Það er ágætt tækifæri fyrir trúaða presta að segja sannleikann við jarðarfarir, en það getur og sannarlega verið varasamt, ef prest- urinn gætir ekki vel sannleikans. Líkrœðurn- ar eru í raun og veru votiur um alt annað starf prestsins. Vér stöndum hér við úrslit mannlífsins. Sé presturinn hér hikandi með sannleikann, og fullyrði eða gefi í skyn, að látinn inaður sé hólpinn orðinn, sem enginn sá neitt trúarlíf hjá, þá álykla útsjónarsamir menn sem svo: »Úr því þessi maður er orð- inn hólpinn, þá eru ræður prestsins um trú- aða menn og vantrúaða og aflurhvarf — ekki annað en orðagjálfur«. Þannig gefur prestur-

x

Vekjarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.