Vekjarinn - 01.01.1906, Page 41

Vekjarinn - 01.01.1906, Page 41
41 eins og verið sé að halda yfir honum likræðucí, eða: »Þetta er líkræðu sannleiki*. Því sagði Klemp hinn kaþólski, sem var í Landa- ' koti, einu sinnivið mig: »Þér þurfið sízt að álasa oss, þótt kirkja vor gjöri einstaka mann að dýrðlingi; eg veit ekki betur en að prest- ar yðar gjöri hvern mann að dýrðlingi jafn- óðum og þeir deyja«. Alt þetta er slæmt, en þó er það ekki eins skaðlegt eins og þegar prestarnir fullyrða um sáluhjálp hvers látins manns, og fara þá stundum svo langt í ósannindunum að þeim nægir ekki að segja, að Kristur hafi hjálpað þeim framliðna til sáluhjálpar. Þeir »gætn- > ari« segja það samt, en sumir þeirra segja þaðjafnt um alla, eins um þá, sem þeim eru alveg ókunnugir, eða þá, sem enginn vissi til að hefðu elskað Krist. Það er eins og sumum hinna likræðu- smiðanna finnist ekki nógu mikið hrós að segja, að sá framliðni hafi þurft á Kristi að halda sér til sáluhjálpar. Aðrir eins dánu- menn og eru í þeirra söfnuði geta svo sem unnið sér sjálfir inn himnaríkis vist. Þótt r slíkur prestur treysti sér ekki til að nefna nema einn verulegan kost í fari hins fram- liðna, þá er teygt úr honum á allar lundir með ýmsu málskrúði, og ekki hirt um, þótt kunnugum sýnist, að hann vera orðinn svo

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.