Vekjarinn - 01.01.1906, Page 42

Vekjarinn - 01.01.1906, Page 42
42 gagnsær, að eyður verðleikanna sjáist í gegn. Endahnúturinn er svo rekinn á með því »að sveitin, sýslan eða jafnvel landið sitji í sorg- um yfir slíkum missi, en himnarnir fagni yfir slíkum sómamanni«. Því miður eru þetta ekki sleggjudómar, eða hvað segja kristnir menn um þessar setn- ingar: »Nú er hin framliðna systir komin heim til Drottins, þar sem hún hafði áunnið sér stað með góðu og grandvöru lífernh. Eða þegar prestur er búinn að lýsa dygðum lát- innar konu með svo miklu orðagjálfrí og of- lofi að ókunnugir gátu haldið, að verið væri að gjöra gys að henni, og bætir svo við: »Hvað mundi Drottinn þá umbuna, ef hann umbunar ekki annað eins líferni9« Séu slíkar ræður ekki andstyggilegar fyrir augliti Drottins, veit eg ekki hvaða ræður eru það. Þær göfga skepnuna í stað skaparans, þær aíneita óbeinlínis friðþægingu Krists, festa almenning í þeirri hjátrú, að maður þurfi ekki annað en deyja til þess að verða hólp- inn, og eru í eðli sínu heiðinglegar, en ekki kristilegar; þótt »Jesú nafni« sé hnýlt aftan við þær um leið og sagt er »amen«. Þeir prestar, sem svo tala, ættu sizt að kvarta um deyfð og andlegt kæruleysi í söfn- uðum sinum, því að sjálfir Ieggja þeir svæfil

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.