Vekjarinn - 01.01.1906, Page 45

Vekjarinn - 01.01.1906, Page 45
45 lifshreyfingum. Já, ef vér ættum annan Sören Kirkegaard, þá fengi hann nóg verkefni, og mundi koma miklu góðu til leiðar. Satt er það að óvinir kristindómsins, — ekki sízt þeir, sem látast vera vinir hans, til þess að geta gjört meiri skaða, — mundu kveina og kvarta, ef likræðurnar færu að verða kristilegri, þeir mundu að líkindum stagast á, að enginn huggun og enginn kærleikur væri í orðum þeirra presta, sem þyrðu að boða guðs orð ómengað við jarðarfarir. En allir hugsandi og heiðvirðir menn eru vonandi samdóma um, að það sé ólíkt virð- ingarverðara af lúterskum presti, að spyrja um þá, sem endrarnær, hvað sé samkvæmt biblíunni og játningarritum kirkjunnar, sem hann hefir skuldbundið sig til að þjóna, held- ur en að spyrja um, hvað einhverjir hálfsof- andi menn, — jafnvel þótt þeir væru ritstjór- ar, — halda um annað líf. Einurð og drenglyndi borga sig bezt að lokum, þrátt fyrir alt. — Á hinn bóginn er sanngjarnt og sjálfsagt að þeir, sem lítilsvirða kristindóminn, fái fult lagaleyfi til að jarða eða brenna sjálfir »sína dauðu«, án þess nokkur prestur komi þar nœrri.

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.