Vekjarinn - 01.01.1906, Qupperneq 46

Vekjarinn - 01.01.1906, Qupperneq 46
'46 Enginn skyldi rangfæra það, sem sagt er hér að framan, á þá leið, að eg leggi til, að lýst sé fordæmingardómi yíir öllum hálfsof- andi mönnum, sem segja mætti með sanni um: »Enginn vissi, hvert þeir höfðu gengið«. Dómurinn er Guðs en ekki vor, og prestarnir hafa ekki fremur l}rkia helvítis en himnarikis. Eað er annars meir en lítið sorglegt að prestarnir skuli ekki alment vera svo kristnir eða þrekmildir, að þeir þori að ganga i ber- högg við alt þetta heiðinglega líkræðusmjaður og sáluhjálparpássa, einkum þar sem þeir þó flestir finna til þess sjálfir, og brosa þegar þeir heyra aðra presta fara út í sömu öfgar. Eg get af eigin sjón og heyrn vitnað um hversu afaróheppileg slík ósamkvæmni er, ekki sízt þegar ung og óþroskuð prestaejni verða hennar varir.--------- Hægra er um að tala en í að komast, og fús er eg að játa að oft er mjög vandasamt að búa til líkræðu, þegar mönnum er alvara að vera trúir sannleikanum í kærleika, og vilja hvorki smjaðra fyrir mönnum né »hugga« nokkurn með ósannindum, og allra síztsvæfa þá, sem enn geta valið lífið, en vilja þó liins vegar fúsir þerra tár syrgjendanna og kjósa heldur að græða en særa. — Það verður mjög að fara eftir lagi og lipurð, hvað langl eða skamt má fara út í líf látins manns án þess

x

Vekjarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.