Verði ljós - 01.04.1898, Qupperneq 4
52
lzti prestur jslands.
Elztur allra núlifandi manna prestvígðra á
íslandi er sjera Þórarinn Erlendsson, fyrruin
prestur að Hofi í Alptafirði. Hann varð 98
ára gamall síðastl. 12. febr. og, þegar síðast
frjettist, enn þá við beztu lieilsu. „Verði
ljós!*' flytur iijer dálitla mynd af þessum heið-
ursverða ölduugi, sem vjer vonum að lesend-
um vorum þyki gaman að sjá, og skal jafn-
framt getið helztu æfiatriða hans.
Sjera Þórarinn 'gamli er fæddur 12. febr.
1800 og er þannig eldri en öldin. Hann lærði
skólalærdóm hjá Arnastiptsprófasti Helgasyni
í Görðum og er útskrifaður af lionurn 1823,
en vígður til prests af Steingrími biskupi
Jónssyni 28. maí 1826, og eru því bráðum 72 ár liðiu síðan hann vígð-
ist. Hann varð fyrst kapellán hjá sjera Magnúsi Ólafssyni í Bjarnanesi
(f 1834) og fjekk það brauð, þá er sjera Magnús ljet af prestskap árið
1829. Þá varð hann og prófastur í Austur-Skaptafellsprófastsdæmi og
gegndi þeim störfum þaugað til hann fluttist frá Bjarnanesi árið 1843
að Hofi í Alptafirði. Þar var sjera Þórarinn þjónandi prestur í 39 ár,
eða til fardaga 1882, er liann ljet af jn-estskap, og hafði haun þá alls
verið í preststöðu í 56 ár. Síðau sjera Þórarinn ljet af prestskap, hefir
hann dvalið hjá fósturdóttur sinni á Hofi; því þar, og hvergi annarstaðar,
vill gamli maðurinn beinin bera.
Hann hefir nú um mörg ár verið ekkjumaður. Kona iians var
Guðný Benediktsdóttir, prests á Skorrastað Þorsteinssonar, og eru tvö
af börnum þeirra enn 4 lífi, sem sje præp. hon. sjera Þorsteinn Þórar-
iusson í Eydölum og frú Guðrún Tulinius, kona Tuliuiusar kaupmanns
og konsúls á Eskifirði. Annar sonur sjera Þórarins var Erlendur sýslum.
Þórarinsson, hinn efnilegasti maður, er druknaði í Isafj.djúpi í des. 1857.
Sjera Þorsteinn í Eydölum getur nýlega föður síns í brjefi til mín
á þessa leið: „Faðir minn er ávalt við furðugóða heilsu, en hefir litla
flakkferð; hanu er hinn málhressasti og heyrir vel, en sjónin er farin að
deprast. Minnið er ágætt; hann man út í hörgul alt frá yngri árum og
alt fram yfir áttrætt; síðan síður. Hann er ávalt glaður og fjörugur í
anda, eins og ungur væri, og fer mjög lítið aptur í útliti; hann sýnist
eiginlega vera alveg eins í útliti nú eins og hann var fyrir hjer um bil 20
árum, þá síðast var tekin mynd af honum“.
„Verði ljós!“ sendir þessum heiðursverða öldungi kveðju sína og óskar
honum inndælla stunda það sem eptir er af kvöldi æfinuar. J. H.