Verði ljós - 01.04.1898, Qupperneq 12

Verði ljós - 01.04.1898, Qupperneq 12
60 Þó efast þú og ei til hans vilt snúa og orðum drottins ekki lengur trúa. Hví efast þú og ofsókn þannig fremur mót elsku þeirri, er Jesús til þín ber? Það haggast ei, að hveru, sem til hans kemur, mun liann ei reka aptur burt frá sjer. Þó efast þú og ei vilt drottins leita, sem einn þjer megnar þreyttum hvíld að veita. Hví efast þú ? Þótt sjeu miklar sakir og syndin hafi þjer í voða steypt, þú getur átt það víst, að Jesús vakir og vel þess gætir, sem hann hefir keypt. Þó efast þú og hryggist opt í heimi, og hugsar, að þjer sjúlfur drottinn gleymi. Hví efast þú, sem góðan guð mátt biðja? Hann gjörla heyrir sjerhvern kveinstaf þiun. Sem lausnarans það ljúfust sje þin iðja; hún lyptir þjer til guðs í himininn. Þó efast þú, að fögnuð hans þú fáir, og frelsarann í himnadýrð þú sjáir. Hvi efast þú? Guðs orðið sætt þjer svalar og sálar þinnar læknar bölið alt. Heyr, frelsarinn svo þaðan til þin talar: „Ef trúir mjer, þú aldrei deyja skalt“. Þó efast þú og eigi við það kannast, sem ætti’ að vera helgast þjer og sannast. Hví efast þú? Er hjartað harmi slegið ? Þá huggast máttu drottins orðin við : „Ó, komið til mín allir, bágt sem eigið, því yður vil jeg gefa hvíld og frið“. Þó efast þú og liöfði vilt ei halla að hjarta drottins, sem er þig að kalla. Hví efast þú? Hvað efa þínum veldur? Það eitur byrlar vantrú heimsins þjer. Ó, kristinn maður! hlýddu drottnis heldur en heimsins tálrödd, sem þjer banvæn or. Ei efast nú, en trygð við drottin taktu og trúlega’ yfir sálu þinni vaktu.

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.