Verði ljós - 01.08.1902, Blaðsíða 8

Verði ljós - 01.08.1902, Blaðsíða 8
120 VERÐI LJOS! skrá, vil ég leyfa mér að bjóða fundarmönnum á samkomu hjá oss í K. F. U. M., ef þeim kynni að þykja gaman að sjá ofurlitla mynd af félagsskap vorum hér. Ipröfur vorar til heilagrar ritningar. (Pýtt úr norska tímaritinu „For Kirko og Kultur“). Það er harla isjárvert, hve kröfum vorum til heilagrar ritningar svipar til þeirra krafa, sem Gyðingarnir gerðu til Messiasar. Þeir kröfðust Messíasar í jarðneskri dýrð og hneyksluðust á ógöfugleik Jesú. Og er það ekki einmitt samskonar krafa, sem nú á timuin er gerð af svo mörgum, að guðs-orðið í ritningunni eigi að hirtast 1 jarð- neskri dýrð? Vór trúum því og játum það, að Jesús frá Nazaret sé Orðið, — guðs orð til vor í æðstum og fylstum skilniugi, eins íýrir það, þótt hann hefði enga jarðneska dýrð til að hera; vér sjáum dýrð hans sem hins eingetna frá föðurnum, jafnvel í dýpstu uiðurlægingu haus; meira að segja trú vor á hanu styðst einkum og sér í lagi við niðurlægingu hans; orð krossins er höfuðorð í fagnaðarerindi hans. Einmitt af því að hanu kemur fram i slikri niðurlægingu, er hanu orð guðs til íá- tækra og ríkra, sá náðar- og sannleiks-boðskapur, sem allir hinir hóg- væru og hreinskilnu safnast utan uin. Það er merkið fyrir oss, að vér finnum ungbarn reifað liggjandi i jötu; og vér skiljum, að Kristur hlaut að líða alt þetta, — búa við þessa miklu niðurlægingu, til þess að geta gengið inn í dýrð síua, svo að hann gæti í sannleika dýrðleg- ur orðið fyrir guði og mönnum. Það er opiuberun hins mesta kær- leika, og það er þá líka það orð frá guði, er ijómar öllu öðru dýrð- legar, að sá, sem hann sendi í heiminn, var ekki að eins maður, heldur að fullu og öllu maður, háður alveg sömu lögum sem liver aunar maður, algerlega ofurseldur i hendur mannanna. Vér hneyksl- umst þannig ekki á þvi, að orðið varð hold og bjó með oss; vér hueykslumst ekki á því, að Jesús lá í jötunni, af því að ekki var rúm fyrir hann f gistihúsinu; vér hneyksluinst ekki á því, að hanu var hæddur og smáuaður, húðstrýktur og krossfestur; vór hneykslumst ekki á því, að synd inannanna og vonzka birtist í þvi, liversu með hann var farið; það er fjarri öllum oss, sem viljum frelsaðir verða frá synd og vonzku, að heimta af guði, að hann hlífði syni sinum við sárum og misþyrmingum. Þegar ræða er um guðs orð i honurn, sem er ljómi dýrðar guðs og ímynd veru hans, þá eru allir kristnir menu á eitt sáttir um það, að fyrir benjar hans urðum vér heilbrigðir, að ekki só ástæða til að hneykslast á lægingu hans, heldur beri oss

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.