Verði ljós - 01.08.1902, Blaðsíða 9

Verði ljós - 01.08.1902, Blaðsíða 9
VERÐI LJÓS! 121__ miklu fremur að leita oss þar slyrks og kraftar gegn hvers konar kneykslunum. En þegar ræða er um orð guðs í ritningunni þá er eins og inenn kveríi aftur til þeirra hugsaua og hugsjóna, sem gjörðu Jesúm svo hneyksl- anlegan í augum Gyðinganna, þá heimta menn aftur jarðneska dýrð og og veldi, þar þola menn ekki, að talað sé um rýrð og lægingu. Sú undursjón verður jafnvel fyrir oss, að menn, sem taldir er að standa framarlega meðal verjenda vorrar kristnu trúar og játningar, komast í uppnám, þegar hent er á það, hversu þetta orð beri einnig á sér merki hinria mannlegu kjara, sem það hefir verið undirorpið. Er þetta ekki ósamkvæmni? Eða: það ber ef til vill öllu heldur vitni um, að trúnni á hinn krossfesta sé ekki svo varið sem skyldi. Því að ef satt skal segja, þá er talsvert til meðal vor af þeim anda, sem erfiðlega getur sætt sig við þá hugsun, að Jesús hafi verið líkur oss að öllu nema syndinni, — hafi verið sannur og fullkominn maður; bæði uppeldi vort og uppfræðing hefir gengið i alt aðra átt. Hversu margir hafa komist gegnum skólana, einkum í bæunum, áu þess að liafa hlotið skilning á því, hvað það er sem kallast fjárhús og jata! Og mönnum finst eins og það ríði í bága við vora kristuu trú, er vér reynum að hugsa oss Jes- úm sem saunan mann t. a. m. á barnsaldrinum gjörandi hiuar fyrstu veiku tilraunir til að tala og ganga, háðan sama lögmáli vaxtar og þroska sem aðrir ineun. Eigi hann að standa oss fyrir hugskotssjónum í dýrð sinni, megum vér helzt ekki hugsa til þess, að haun hafi nokkru sinni opinberast i rýrð og lægingu. Eu þetta bendir bersýnilega á það, að kristindómur vor sé veikleika háður og það tilmnna; náðin og sauu- leikurinn er hér ekki sú dýrð, er Ijómar öllu öðruframar; heldur hueygj- unist vér býsna átakanlega að hugsjóuum, sem eiga rót síu að rekja til hroka og sjálfréttlætiugar. Þetta kemur þá einnig fram í hugmyndum vorum um orð guðs, er það birtist í bók. Getur sú bók, sem á að geyma guðs orð, verið lík öðr- um bókum? Hefir hún getað verið háð sömu lögum og aðrar bækur? Getuin vér trúað, að það só orð guðs til vor, ef auðið er að beuda á misfellur eða galla í bókinni, ef eitthvað reynist ónákvæmt eða rangt í henni? Það læt-ur illa i eyrum margra þegar sagt er, að guðs orð í ritn- mgunni sé mannlegt orð eða að það sé mannleg hlið á þvi; þeir vilja helzt ekki lieyra neitt, slíkt; það sé að draga orðið niður til vor. Og það er öldungis rétt: orðið kemur niður til vor, þegar vér hugsum oss það sem mannlegt orð; en só oss þörf á þvi sem orðinu um náð guðs °£ sannieika, er það oinmitt dýrmætt, að það kemur niður til vor; þá er einmitt höfuðágæti þess fólgið í þvi, að það er sauuarlega mannlegt 0l'ð; þvi að því mannlegra sem það i saunleika er, þoss betur getur það orðið oss að liði,

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.