Verði ljós - 01.08.1902, Blaðsíða 10

Verði ljós - 01.08.1902, Blaðsíða 10
122 VÉRÐI LJOS! Þessa rýrð verður því guðs orð að hafa til að bera; til þess að það geti oss að notum koniið: það verður að birtast sem mannlegt orð, á mannlegri tungu, borið fram af mönnum. Ilversu heinitufrekir, sem vér kunnum að vera i kröfum vorum til guðs orðs,> verður það sífelt óhjákvæmilega nauðsynlegt, að þetta orð hafi sína mannlegu hlið, og því sannarlega mannlegri sem hún er, þess fremur verður það orð, sem á erindi til manna; að hoimta þetta orð á eiuskonar heilögu tungumáli, sem enginn maður talar eða skilur, það er sama sem að krefjast þess, að það komi hvergi nærri möununum og megi ekki ná til þeirra. Vér mótmælendur heimtum rituinguna á tungumáli hverrar þjóðar; vér vís- um á bug þess konar háum kröfum og stórfeldum hugsunum, er vilja svipta mennina guðs orði eða gjöra þeim það ókleyft og óskiljanlegt. En þurfa nú gallar oða inisfellur, þuría ófullkomleikar að sjást á ritningunni, þótt guð tali lil vor á voru mannlega tungumáli? Getur ekki guð séð um það, að orð hans birtist jafnan í hiuni fullkomnustu mynd, sem mannlegt tungumál getur framleitt? Og verðum vér ekki að vænta þessa? Illjótum vór okki að vænta þess og heimta það af innblásnu orði, að það só í öllu tilliti hátt upp hafið yfir sérhvert orð anuað ? Þegar guðs andi blés hiuum heilögu höfundum í brjóst, hvað og með hverjum orðum þeir ættu að tala og rita, þegar spámenn og postular störfuðu leiddir af guðs anda hvort heldur setn rithöfundar eða prédikarar, er þá hugsanlegt annað en að orð þeirra hafi verið frá- sneidd öllum ágöllum og misfellum? Hlýtur það eklci að vera krafa trúarinnar, krafa allra trúaðra manna, að þessi orð einnig skoðuð sem algjörlega mannleg orð séu hafiti yfir allar útásetningar, alla „krítik“ ekki einasta að því er snertir anda og efni, heldur einnig form og framsetningu ? Krafa trúarinnar! Síður en svo. Það er ekki trúin, sem slíkt heimtar, heldur öllu fremur trúarleysið eða hinn trúarlegi vanskapaður, sem framkemur, er menn vilja að meiru eða minna leyti komast af án hita og ljóss náðarinnar og sannleikaus. Er það ef til vill krafa trúar- innar, að guð hafi hlotið að sjá syninum einget-na i Betlehein fyrir dýrðlegri vöggu úr gulli og eðalsteinum ? Gyðiugaruir mundu í van- trú sinni líklega hafa heimtað slíkt teikn; en við hina guðhræddu og trúuðu fjárhirða, segir engillinn: „Þetta só merkið fyrir yður: þór munuð finna ungbarn reifað og liggjaudi í jötu“. Og vissulega sam- svaraði þetta merki bazt þörfum hinnar auðmjúku trúar. Yafalaust var það andi drottius, sein mestu réð bæði hjá Jósef og Maríu, og vór get- um ekki efast um, að þau hafi gjört alt, som í þeirra valdi stóð fyrir hið litla barn, sem guð liaf'ði sent þeim, en það var ekki rúui fyrir þau í gistihúsinu, þau áttu ekki völ á öðru en fjárhúsinu og — er hugsau- legt aunað en að þau liafi lofað guð og vegsamað af hjarta fyrir þá náð haiis, að vilja þaunig taka í þjónustu sína hið auðvirðilega og fá-

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.