Verði ljós - 01.08.1902, Blaðsíða 12

Verði ljós - 01.08.1902, Blaðsíða 12
124 VFÆ.ÐI L.TÓS! (record) um guðlega opinberun. Rit þetta vakti meiri eftirtekt en al- ment)á sér stað og á ársþingi skozku fnkirkjunuar var það gjört að um- ræðuefni á fundi í Glasgow 23. maí í vor. Blaðið „The Guardian“ (28’ maí) skýrir á þessa leið frá því, er gerðist á þessum fundi: „A fundinum kom fram tillaga, ekki beiulínis um það að kveða upp sakfellisdóm yfir próf. G. A. Smitb (enda hefði slík tillaga naumast haft mikinn byr á fundinum), heldur um það að skipa nefnd mauua til að i- huga ástandið alt eins og það er orðið fyrir áhrif hinna sögulegu rann- sókna, og með því sérstaka verkefni, að finua þá niðurstöðu í málinu, er verða mætti til þess að bægja burt þeirri hræðslu, som rannsóknir þessar hefðu vakið hjá inörgum manni. Þessi tillaga, sem var beinlínis stíluð á móti prófessor Srnirh, mætti einbeittri mótspyrnu þar á fundiuum hjá ýmsum, er tóku einarðlega málstað hans, og sjálfur hélt hann tölu þar á fundiuum til þess að gjöra mönnum ljósa afstöðu sína. Eftir að umræðurnar höfðu staðið í sex stundir samfleytt, var borin undir at- kvæði tillaga til þingsályklunar frá höfuðverjanda próf. Smiths, dr. llainy, og samþykt með 534 atkvæðum móti 263. Aðalefni þessarar tillögu dr. Rainy’s var það, að kirkjan fyndi engar skyldur hvíla á sér til þess að höfða mál á móti próf. Smith út af fyrirlestrum haus. Jafu- framt var það meðal antiars tekið fram, að þingsályktuniu ætti ekki að skiljast á þá leið, að fundurinn viðurkendi allar þær skoðanir, er kæmu fram í bók próf. Smiths, og að fuudurinn, jafnframt því sem hann fyndi enga ástæðu til að fara að skifta sér af umræðunum urn þessi efni, vildi skjóta því að þeim prófessorum og prestum, er þátt tækju í um- ræðunum, að þeir gerðu sér sem mest far um, að það sem þeir rituðu um málið, bæri vott um lotningu fyrir heilagri ritningu og að þeir töl- uðu með alh'i virðingu um þær sltoðanir, sem til þessa hafa verið ráð- andi í meðvitund trúaðs almenuiugs við lestur beilagrar ritningar; og að síðustu er þar vísað til þess, að orð guðs stendur stöðugt og að hann er liátt hafinn yfir allar skoðanabyltingar mannanna11. Vér getum aðeins samfagnað skozku fríkirkjunni yfir því, að ársþing hounar hefir látið álit sitt í ljósi í þingsályktun, er sameinar jafn fagur- lega og þessi hreina kirkjulega afstöða við málið og vísindalegt frjáls- lyudi, enda var henni fagnað mikillega af öllum þingheimi, sem að með- töldum liinum 900 þingmöunum mun hafa verið á þriðja þúsund ruanns. iandur norðlcnzku prostanna í sumar var haldinn á Sauðárkrók dagaua 3. og 4. júlí að viðstöddum 18 prest- um úr öllum prófastsdæmuin hins forna Hóiastiftis nema Norður-Þing- eyjar. A undan fuudinum var haldiu opinber guðsþjónusta, þar sein séra Björq Jóusson frá Miklabæ prédikaði.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.