Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Blaðsíða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Blaðsíða 1
kvöldvökur. Framh. Akureyri í janúar 1907. 2. hefti. E g i I 1. Einu sinni fóru skólabörnin upp í breklc- una fyrir ofan skólann til þess að horfa á þá, Níels og Ólaf á Ási, sem ætluðu að reyna sig í sleðaferð. I^eir böfðu báðir nafntogaða sleða, Ás- Jarp og Norðlings-Brún. Þeir komti á flugferð með ópi og óhljóð- um> seui átti að vera eggjun til sleðanna, og báru sig hið vígmannlegasta. Ahorfendurnir stóðu á öndinni. Ólafur var framar, en Níels fylgdi honum allfast. Helgu var hrundið áfram um leið og Níels fór fram hjá, og sleðameiðurinn festist í kjólnum hennar, og hún féll til jarðar. Stúlkurnar hljóðuðu upp yfir sig. Egiil hljóp til hennar og hjálpaði henni á fætur, fljótt og fimlega. f*að var eins og stirð- busahátturinn væri alveg horfinn. Það blæddi úr enni hennar. «Finnurðu mikið til?» sagði hann innilega. «0-nei,» sagði hún, og reyndi að brosa. «Er sárið mikið?» Hann þerraði blóðið með hendinni. • «Nei, það er ekki mikið,» sagði hann glað- ur í bragði, «að eins ofurlítil skeina.» Hún strauk hendinni um sárið. «Alveg uppi í hársrótum,» sagði hún, og varð mikið léttara. ^Pað gerir ekkert til.» Níels hafði orðið hræddur. Að þessu siimi setlaði hann ekki að gera neinum mein. En þegar hann sá, að engin hætta var á ferðum, gerði hann gys að öllu saman. — Egill stóð enn hjá Helgu, og hélt undir handlegg hennar. Hann var sem annar maður. Hann var svo glaður yfir því, að hafa orðið Helgu að liði. «Nú er Helga á Haugi búin að fá sér nýja hækju,» kallaði Níels, „Larfi er Iíka mjög vel til þess fallinn. Húrra! fyrir þeirn, drengir!» Þau roðnuðu bæði, og hún gekk þegar burtu. Nú tók Egill ekkert eftir viðurnefninu. Hann horfði aðeins á eftir Helgu. Hún skammast sín fyrir að vera hjá mér, hugsaði hann. Ó, hve það var særandi. Þennan dag gekk Agli enn ver í skóianum en vanalega. Hann var stöðugt að hugsa um það, að Helga skyldi fara frá sér án þess að segja eitt orð við sig. Og svo leit hún ávalt undan, er hann horfði á hana. «Pú verður að bera þig að læra þetta dá- lítið betur, drengur minn; þú kant ekki eitt orð rétt», sagði kennarinn óþolinmóður. Börn- in hlógu svo að undir tók í skólastofunni, og kennarinn varð að byrsta sig til þess að koma kyrð á aftur. Um kvöldið sat Egill einn í litlu stofunni hans föðurbróður síns, og keptist við að lesa. Hann var alls óhræddur við einveruna. Loginn af stóru furuhnyðjunni á arninum lýsti nægi- lega fátæklegu stofuna. Ounnar kom inn, hengdi byssuna sína á vegginn. og stappaði af sér snjóinn. Hann ræskti sig þunglamalega, settist við eldinn, og tók að horfa á Egil. «Ósköp eru að sjá treyjuna þína, drengur!* Egill leit upp. «Þeir rifu hana». «Ójá,» tók Gunnar fram í, «það er stutt

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.