Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Page 14
38
NÝAR KVÖLDVÖKUR.
hann farinn að elska hana í tilbót? Heiminn
gat hann nú orðið ekki hugsað sér án henn-
ar, — en hvers vegna? Rað var hann ekki að
rekja í sundur þá. En hann fann það var svo
nú, þegar hún væri í hættu ef til vildi. Hann
hlustaði með ofurkvíða. Orðaskifti heyrðust
innan úr húsinu; Honum fanst hann heyra
hennar málróm. Eitthvað nýtt blandaðist inn
í, hátt fagnaðarýlfur í hundi, svo heyrði hann
skella högg, og skræk á eftir, svo heyrði hann
hana kalla: «Zeppa, Zeppa.»
Max Odrich spratt úr felunum eins og
kólfi væri skotið. Ut í strætismunnanum sá
hann vopnaðan löggæzlumann, sem horfði
snöggvast inn í götukytruna. Hann gaf honum
bendingu um að koma, enn þaut sjálfur inn í
húsið. Herbergisdyrnar vinstra megin voru
læstar, en hurðin svignaði fyrir einhverju þungu,
er á hana lagðist. Svo var að sjá, sem ein-
hver vildi fara út, en einhver annar varnaði
honum útgöngu.
«Sleppið þér mér,— Hvað ætlið þér?— “
Retta óp kom frá Agötu.
«Hvað ætla eg? Að láta hvorki kvenmann
né kvikindi koma mér í bölvun. Eg er slopp-
inn út bara fyrir þrem vikum; haldið þér, að
eg vilji fara í svartholið aftur fyrir yðar skuld?
Rér eða eg! Fyist ég vil ekki, svo verðið þér
að fara úr vegi. Sjáið þér þennanhníf? Horn-
grýtis kvikindiðl* Hundurinn reif ýlandi í
hurðina.
«Ef þér segið eitt orð um að þér eigið
þenna hund, þá skuluð þér kenna á kutanum!»
«Hjálp! Hjálp!"
Max Odrich hljóp á hurðina með því afli,
sem honum var gefið. Hún var orðin feysk-
in og lét undan, og brotnaði öll í sundur.
Dyrnar göptu þar opnar.
Agata rak upp hátt hljóð og hljóp í fang
honnm. Hann þreif þegar báðum örmum utan
um hana.
Hundasalinn krossbölvaði. »Ut, út úr mín-
um húsum.»
Málarinn sá eitthvað bregða fyrir útundan
sér; hann fann eitthvað kalt koma við hand-
legginn á sér, og stíngandi sársauka á eftir.
«Guð komi til, þér eruð særður, hann hef-
ir stungið yður,» æpti Agata upp.
Max Odrich sortnaði snöggvast fyrir aug-
um. Hann varð eins og utan við sig, og eins
og misti í svipinn ráð og rænu. En liann
herti sig upp og hristi af sér ómeginið. Hann
sá að hundurinn flaug grimdarlega á manninn,
hann gat varla varizt honum. Löggæzlumað-
urinn kom nú inn í þessum svifum, og tók í
hnakkadrambið á manninum, sem barðist sem
óður væri. Málarinn skeytti ekki sári sínu,
þreif líka til hans, og loks tókst þeim báðum
að fella þessa óhemju til jarðar.
Agata náði sér skjótt eftir hræðsluna, og sagði
nú löggæzlumanninum í fám orðum frá, hvern-
ig í þessu öllu lægi.
Skarkalinn, sem af þessu öllu stafaði, kom
lífi í þetta þrönga stræti. Dyr voru opnaðar,
og höfuð komu út úr hverjum glugga. Lög-
gæzlumaðurinn fór með þorparann með sér og
heill herskari af skríl á eftir.
Max Odrich batt vasaklútnum sínum utan
um handlegginn á sér. Nú, þegar hættan var
af staðin og Agötu borgið, kom sjálfs lians
sektarmeðvitund með tvöföldu afli yfir hann.
Hann bar fyrir sár sitt og ætlaði að fara, þegar
þau voru komin út úr þröngu götunni út á
aðalstrætið.
«Hvað hugsið þér? Eg vildi tjá yður heitar
þakkir— en hvað megna orðin tóm. Eg verð
samt í skuld við yður, þó að eg hafi gert alt
til þess að verða það ekki. Rað hefir víst átt
að ráðast svo. Og svo ætlið þér að yfirgefa mig;»
«Bara handleggsins vegna,» afsakaði hann
sig; «eg sé þarna er baðari; eg ætla að láta
binda þar um sárið.»
«Hvað eruð þér að hugsa? Hjá baðara!
Læknirinn minn gerir það miklu betur. Kom-
ið þér nú!»
Hún hafði gefið vagni þar í nándinni bend-
ingu, og rak Odrich upp í liann.
Hann sá að öll mótstaða var til einskis og
lét undan. Hún settist hjá honum á forsætið;