Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Qupperneq 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1907, Qupperneq 16
40 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Standið þér upp — ef vinnufólkið mitt heyrði til okkar,« «Betur að eg.væri gengin af vitinu — en eg hefi gert það með fullu viti og skynsemi.« »Nú livað? Hvað eruð þér að tala um ? Segið þér það þá!« »Vitið þér þá að hann Cæsar — hann Zeppa yðar er heima hjá mér? Ó, þér megið hafa óbeit og andstygð á mér; það var skamm- arlega gert af mér — en eg gat ekki gert að því; Eg hefi stolið frá yður — þér berið mig ofurliða með velgerðum. Seljið mig réttvísinni í hendur, það er þjófur, sem hefir hjálpað yð- ur að klófesta hinn þjófinn. Eg á skilið hið sama; það var í fysta sinn, eitt einstakt skref af vegi réttlætisins, en það er nóg til þess að brennimerkja mig skömminni alla æfi; vei, vei mér og mínu athæfi«. Agata Móralt varð fyrst hálfhrædd við ofsa hans; henni ætlaði ekki að ganga greitt að sefa hann. Rýðlega en þó alvarlega kom hún honum á fætur og lét hann setjast á stól. Svo rak hún upp skellihlátur, svo Max Odrich varð steinhissa og glenti upp á hana augun. »IJetta er snildarlega gert af yður," gat hún loksins sagt «réttið mér hendina — það var ljómandi!« »Hvað?» «Að þér sóttuð Zeppa sjálfur.« Hann hélt að hún væri að skopast að sér, og þorði hvorki að líta upp á hana eða svara neiu. «Fyrirgefið mér að eg fór að hlæja» hélt hún áfram «látið yður á sama standa, og segið mér, hvcrnig þetta hefir alt viljað til«. Hann heiti sig upp oghófsögu sína. Hann sagði frá öllu eins og var, hugsunum sínum og tilfinningum og hjartað sjálft talaði með honum. Regar hann hafði lokið sögu sinni sat Agata með tárin í augunum — hvort þau voru afleiðing af hlátrinum eða öðru, semkom upp hjá henni, veit enginn. Nú greip hún sjálf hönd lians og þrýsti ósjálfrátt utan um hana. »Já, þér eruð sá hlálegasti maður, sem eg nokkurn tíma hefi fyrir hitt —« hún horfði beint í augu honum, en svipurinn í þeim var ærið undarlegur, svo leit hún undan og bætti við : »En þér eruð líka sá bezti." »Náðuga ungfrú —« Max Odrich bandaði henni frá sér, honum ofbauð þetta a!t saman; honum fanst þetta alt saman vera draumur. «Eg segi yður það aftur — þér eruð sá bezti maður, sem eg hefi kynzt, því að þér hafið hjarta. Hafið þér ekkert á móti því! Slíkir menn er fátíðir — eg veit það. A flest- um blekkjumst vér. Reir gera sér upp hjarta, jafnvel Iíka fyrir dýrurn. Af dýrum er ekki það að óttast. Þér hafið líka hjarta fyrir dýrunum ! Hve heitt mynduð þér þá unna manneskju!« «Eg hefi aldrei gert það — nema — nei það var bara sjónhverfing — draumur, annað ekki.« Hann var staðinn upp; Agata var líka stað- upp; þau voru orðin orðlaus. Ofnin breiddi þyngsla hita í stóru stofunni fögru — hann hlaut að vera ofheitur. Konan gekk að glugg- anuin, opnaði báðu megin og hleypti inn tæru, hressandi vetrarloftinu. Max Odrich strauk um enni sér. Kulið, sem barst inn • í stofuna og hreinsaði Ioftið, virtist dreifa ringiinu, sem komið var á huga hans. Hann reif sig á fætur, gekk til Agötu, tók hönd hennar og þrýsti kossi á hina nettu fingur. Alt það, sem hann hugsaði og fann til, falst í þeiin kossi. «Á morgun, ungfrú mín, skal eg þá koma fordegis um svipað leyti og nú, ef þér viljið svo vera láta, til þess að byrja vinnu mína.» «Zeppa og eg munum bíða yðar,» svaraði hún gletnislega; «verið þér sælir*. * Dag eftir dag kom svo Max Odrich þang- að um sama leyti dags heim til hennar. Cæsar var alt af með honum; fyrst fitjuðu þeir Zeppa og hann upp á trýnin hvor framan í annan, en urðu síðan beztu vinir. Agata vildi ekki einfalda mynd af Zeppa sínum; nei, hún vildi vefja hana innan í ein- hvern viðburð , líkt og Cæsar var á mynd- inni, sem hún hafði keypt. Max Odrich kom

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.