Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Page 2
74
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
«Hvernig stefnir stýrið?» spurði Osvald og
gekk aftur á skipið.
«Einn hæl á kulborða.»
«Eg vil taka gaffalseglið ofan, hvernig sem
svo fer» sagði stýrimaður; «aftur á piltar, og
dragið ofan gaffalseglið, haldið fast í skautið,
þangað til það er komið ofan, því annars hang-
ir það og berst og lemst um, og hræðir lífið
úr konunni, sem með okkur er. Fái eg nokk-
urntíma ráð á skipi, skal eg ekki hafa kven-
fólk innanborðs. Peningar skulu ekki freista
mín til þess.«
Eldingunum riarndi nú niður óðfluga í tind-
óttum hornalínum, og dundu þrumurnar þeg-
ar á eftir; sást á því að veðrið var að færast
nær, það kom fossandi steypiregn, ókjörin öll
dundu úr loftinu; vindin staðkyrði —svo rak á
byl — svo kyrði aftur, svo gekk hann til á átt-
innijOgrennblautseglin börðust utn fnösturográr.
«Upp með stýrið, maður» kallaði Osvald;
rétt í því brá við Ieiftri, svo að allir urðu
hálfblindir, og svo kom þruma, sem gerði alla
agndofa á þilfarinu. Seglin löfðu niður af rán-
um, regnið fossaði beint niður á þilfarið, skip-
ið ruggaðifram og aftur í dældunumá milli stór-
sjóanna — svo várð alt í einu koldimt.
«Ofan, einhver ykkar, og segið skipstjóran-
um til, > sagði Osvald, »nú fáum við það að
fullu. Reyrið rárnar fastar, piltar; herðið ykk-
ur nú; stórseglið að tarna ætti að hefta, og
enda að vera búið að því —en eg er ekki skip-
stjóri; reynið nú að reyra rárnar vel drengir,»
hélt hann áfram, «Iátið nú ganga rösldega. [’etta
er ekki barnameðfæri.«
Af því að örðugt var að finna böndin og
rétta þau á milii í kolniðamyrkrinu, og svo
iamdi stórrigningin á augu þeirra, gátu háset-
arnir ekki framkvæmt skipun stýrimanns svo
fljótt sem þurft hefði; og áður en þeir voru
búnir með það sem þeir áttu að gera, og áð-
ur en Ingram skipstjóri var kominn upp á þil-
farið, kom ofviðrið alt í einu úr þveröfugri átt
við það, sem áður var, seglin slógu öfugt við,
og skipinu fleygði á hliðina. Stjórnaranum
slengdi út yfir stýrishjólið, en hinum hásetun-
um, sem stóðu hjá Osvald, fleygði, ásamt
lausum köðlum og öllu öðru lausu dóti,
er á þilfarinu var, út í straumgötin. Par lá
öll hrúgan sprildandi í vatninu, og hásetarnir
brutust um að Iosa sig úr þessari þvættu og
komast upp. Við veltu þessa hrukku allir upp
sem niðri voru, og héldu að skipið væri að
sökkva, og kontti þjótandi upp þessa einu lúku,
sem ólokuð var, í eintómri skyrtunni, og með
fötin sín á handleggnum, til þess að klæða sig
uppi, ef þeim yrði svo langs Iífs auðið.
Osvald var fyrstur til að klifrast upp á hlé-
borða. Hann náði til stýrisins, og lagði það
alveg upp. Ingram skipstjóri náði líka aftur
þangað. Þar er samkomustaður allra góðra
sjómanna í öðrum eins dauðans háska og hér
er verið að lýsa. En alt veittist að í einu: þyt-
urin í ofviðrinu, regnið og sjávarsletturnar, sem
bíinduðu þ'á, öldurnar, sem rugluðust allar við
það að vindurinn sneri sér, og fossuðu nú
yfir skipið í stóreflis brotsjóum, ólætin í
skruggunuin og svartainyrkrið, sem var sam-
fara öllum þessum ósköpum, hallinn á.skipinu,
sem knúði þá til þess að skríða um þilfarið,
það-sem .þeir þurftu að hreyfa sig, — — nlt.
þetta tók fyrir alt samtal um stund, sem hefði
getað orðið skipinu eða skipshöfninni að liði.
Einka vinur þeirra í þessum höfuðskepnanna
hamförum voru eldingarnar —og hörmulegt er
að vera svo staddur að eiga eldingarnar einar
að einkavin —en hin skörpu og hornóttu Ijós
þeirra, sem rigndi niður alt í kring, sýndu þeim
að eins, hvernig þarna var komið; en þó að
horfurnar væru ógurlegar, þá var þó betra að
vita hvernig komið var, heldur en að vera í
myrkri einu og óvissu. Fyrir þá sem eru van-
ir hættum og harðneskjulífi sjómanna eru eng-
in orð til, sem t^la þyngra til ímyndunarafls-
ins, eða skýra betur fyrir oss kraft og fegurð
ens gamla gríska skálds, en þessi bæn Ajants':
«Drottinn himins og jarðar, konungur, faðir,
heyr auðmjúklega bæn mína: dreif þessu skýi,
og lát himinljósið skína aftur; leyf mér ein-
ungis að sjá það.» Um annað biður Ajant
ekki; þó að jörðin fyrirfarist, svo verði þint.