Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Page 6
78
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
hvað það ruggaði þunglamalega. Hásetarnir
hömuðust við dælurnar heiia klukkustund, og
svo var mælt í dælunni — átta fet.
Skipshöfnin sagði ekki berum orðum, að
hún vildi ekki dæla lengur; en það sást ofur-
vel, hvað þeir höfðu í hyggju, því að hver
og einn af þeim tók þegjandi skyrtu sína og
treyju, sem þeir höfðu afklæðst, þegar þeir byrj-
uðu, og fóru í þær aftur.
«Hvað á nú að gera, Osvald?» spurði
Ingram skipstjóri og gekk aftur eftir; «þér sjá-
ið sjálfur að hásetar vilji ekki dæla lengur —
enda væri það ekki til nokkurs hlutar. Við
erum frá.»
«Já, «Sérkessamærin» er frá, það er eg
hræddur um,» svaraði stýrimaður, «það er ekki
til neins að dæla lengur. Við verðum því að
treysta á bátana, og eg held þeir séu allir ó-
skemdir, og yfirgefa hana svo áður en nótt-
in dettur á.»
«öfhlaðnir bátar í annari eins kviku og
nú er!» sagði Ingram skipstjóri og hristi höf-
uðið raunalega.
«Já, það eru vandræði, það kannast eg við,
en það er þó betra en sjórinn sjálfur. Alt
sem nú er hægt að gera, er að reyna að halda
hásetunum ófullum, og ef það tekst, er það
betra en að vera að ofþreyta þá til einskis. F*eir
munu hafa allra sinna krafta þörf áður en þeir
setja fót sinn á þurt land aftur, — ef það
annars lánast nokkurn tíma. Á eg að tala
við þá?»
»Já, gerið þér það, Osvald,» svaraði skip-
stjóri; fyrir sjálfum mér ber eg engan kvíðboga,
það má guð vita— en konan mín — og börn-
in mín — .»
«Piltar,» sagði Osvald, og gekk fram á
til hásetanna, sem höfðu beðið daprir og þeg-
jandi eftir úrslitunum, «að láta ykkur vera að
dæla lengur væri ekki til annars, en ofþreyta
ykkur, og gerði ekkert gagn. Nú verðum við
að treysta á bátana, og góður bátur er betri
en lélegt skip. En þessi kaldi og kvika er enn
of úfinn til þess, að bátunum sé fært. Rað
er því réttast fyrir okkur að reyna að lafa á
skipinu á meðan við getum, og treysta á misk-
unsemi guðs og okkar eigin krafta.»
»Enginn bátur ber af þennan sjó,« sagði
einn hásetanna; «eg er nú á, að við eigum stutt
eftir, og þá er jafngott að reyna að gera sér
það glatt. Hvað segið þið, piltar?» bætti hann
við og sneri sér að hásetunum.
Nokkrir þeirra voru á sama máli; en Os-
vald gekk fram, þreif eina öxina, sem lá þar
í grend við, gekk að hásetanum sem talað hafði,
hvesti á hann augun og mælti:
«WilIiams, stutt líf getur það vel orðið,
sem okkur er afskamtað, en ekki glatt; eg skil
vel hvað þú áttir við með því, sem þú sagð-
ir. Illa félli mér það, að bera blóð þitt eða
annara manna á höndum mér, en, svo sannar-
lega, sem guð er uppi yfir okkur, skal öxin
ríða í höfuð þeim, sem fyrstur myndar sig til
að brjótast inn í brennivínskjallarann. Þið vitið
vel að eg geri aldrei að gamni mínu, Svei,
skammist þið ykkar! Kallið þið ykkur menn,
sem vinnið það til fyrir sopakorn af rommi
að missa af einu líkindunum, sem eru til þess að
mega drekka ykkur fulla á hverjum einastadegi,
þegar þið komið á land? Sérhvað hefir sína
tíð, og nú er eg á því, að það sé tími til að
vera ófullur.*
Rar eð flestir hásetanna voru Osvalds
megin, varð minni hlutinn að láta undan; svo
fóru þeir þá að gera viðbúnað til þess að
geta farið frá skipinu. Tveir bátarnir á stokk-
unum reyndust í góðu lagi. Nokkrir af háset-
unum voru settir til þess að höggva borðstokk-
ana frá, til þess að geta hleypt bátunum út af
þiljunum, því að engin ráð voru til að draga
þá upp. Dælan var enn mæld; það var nfu
feta vatn í skipinu, og skipið var auðsjáan-
lega komið að því að sökkva. Tvær stundir
voru liðnar, og stormurinn var miklu vægari
enn áður. Sjórinn hafði orðið mjög úfinn, þeg-
ar veðrið gekk til, en nú var öldufallið farið
að gerast reglubundnara. Alt var í lagi; þegar
hásetarnir voru koninir að vinnu fóru þeir að
jafna sig aftur, og vonirnar fóru að lifna við
það, seni breyttist til batnaðar— að vcðrið var