Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Qupperneq 8

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Qupperneq 8
80 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. blað, að hann heyrði ekki húsbónda sinn koma inn. »Við forföður minn. sem barðist á báð- um fótum — eg vona að minsta kosti þú eigir heldur náðugt, hr William — nei, í öllum bæn- um, gerið þér yður ekkert ónæði, herra.« Þótt William væri viðlíka óskammfeilinn eins og flestir stéttarbræður hans eru, hundskaðist hann þó ögn við og sneyptist. «Egbiðfyrir- gefningar, herra, en hr. Jónatan hafði ekki tíma til að lesa blaðið.« »Pað er heldur ekki ætlast til þess af hon- um, að svo miklu leyti mér er kunnugt, herra.« «En Jónatan segir að það sé alténd réttast að yfirfara mannalátin, til þess að það komi ekki flatt upp á yður að sjá þau í blaðinu. < xRað er nú mjög nærgætnislegt af honum.« »Og það er eitthvað hér, herra, um eitt- hvert skipbrot.« »Skipbrot? hvar, William? Guð mískuni mér, livar er það?« Eg er hræddur urn að það sé sama skipið sem þér hafið verið svo áhyggjufullur út af, herra — þetta — eg liefi gleymt nafninu, herra« Hr. Witherington tók óðara blaðið, og fann brátt grein, þar sem nákvæm grein var gerð fyrir björgun tveggja negra og ungbarns af flaki «Sérskessameyjarinnar.« «Jú, víst erþað» hrópaði hr. Witherington, »aumingja Cecilia mín í opnum báti — og annar báturinn sást farast — ef til vill er hún dáin — Guð tniskuni mér! Einum dreng varð bjargað. Ó, þú friðarins — hvar er Jóna- tan?« »Hér,« svaraði Jónatan mjög hátíðlega; hann var einmitt að láta eggin á borðið, og stóð nu bíspertur eins og sorgarþjónn bak við stól húsbónda síns, því nú var um hættu, jafn vel um mannslát, að tala. »Eg verð óðara að fara til Portsmuth eftir morgunverð — en eg liefi heldur enga mat- arlyst — eg get ekkert borðað.« ^það getur fólk sjaldan við svona sorgleg tækifæri* svaraði Jónatan; »viljið þér hafa yðar eigin vagn, herra, eða sorgarkerru?« «Sorgarkerru, tii þess að aka í fjórtán nn'l- ur á klukkutíma með tveim pörum hesta fyrir? Eruð þér genginn af göflunum, Jónatan?« »Viljið þér svört silkihattbönd og hanzka handa ökumanni og þjónum, sem fara með, herra?« »Farðu til fjandans með alt þitt iíkfylgdarslúð- ur; nei, eg vil hvorki hafa bönd né hanzka; þetta er upprisa en enginn dauði; það er svo að sjá, að negrinn haldi að það hafi ekki ver- ið nema annar báturinn sem fórst.« „Mors omnia vincit“ (dauðinn sigrar alt), þuldi Jónatan og gaut augunum til himins. »Jæja, hann um það, og hugsa þú um þig og þitt. Póstsendiliinn er að berja — gætið að hvort nokkur bréf eru með honum. > Pað komu allmörg bréf, þar á meðai eitt frá Maxwell skipstjóra á Euridice; í því bréfi var vandlega sagt frá öllum þeim atvikum, sem hér hefir áður verið frá- skýrt; skýrði hann hr. Witherington þar frá því, að liann liefði sent bæði negrahjúin og barnið með póstvagni þeim, er þann dag fór frá Portsmuth eftir utanáskrift hans, og að einn af offiserunum, sem líka væri með vagninum, ætlaði að sjá um að skila þeim öllum heilum á húfi heim til hans. Maxwell skipstjóri var fornkunningi hr. With- eringtons — hafði borðað miðdagsverð hjá honum með Templemóres-hjónunum, og hafði því fengið nægar leiðbeiningar hjá negranum tii þess að vita hvert, hann átti að senda þau. »Við blóð forfeðra minna — þau koma í kvöld,« hrópaði hr. Witherington, og eg er laus við þessa ferð. En hvað skal nú til bragðs taka? Það er bezt að segja Marý að hún verði að hafa tvö herbergi til taks; heyrir þú, Williani, rúm handa einum dreng og tveim negrum.« «Já herra,« sagði William, »en hvar viljið þér að við látum þau sofa þessi svörtu hjú?« »Láta þau sofa? Það er mér sama; annað þeirra getur sofið hjá cldabuskunni en hitt hjá Marý.« «Ágætt, herra, það skal eg segja þeim,« svaraði William og fór nfjög tindilfættur út í eldhús, til þess að fagna uppþoti því, er þar myndi verða.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.