Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Side 9

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Side 9
NYJAR KVÖLDVÖKUR. 81 »Með leyfi, herra» sagði þá Jónatan, »eg er helzt á því að annar negrinn sé karlmaður.» «Nú og livað svo um það meira?» »Já, eg get þess bara, ef stúlkurnar kynnu að færast undan að sofa lijá honum.« »Við allar píslir og pyndingar Withering- tons ættarinnar— það er líka satt — nú, svo getur þú haft hann, Jónatan — það er þinn uppáhaidslitur.« »Ekki í myrkri, herra,« sagði Jónatan og hneigði síg djúpt. »Jæja þá, látið þér þau þá sofa saman, svo er búið með það mál.« «Eru þau þá gift, herra?« spurði kjallara- maðurinn. «Fjandinn hafi þau bæði tvö — hvað ætli eg viti það? Látið mig fá morgunverðinn minn, svo getum við talað um það mál síðar.« Hr. Witherington fó'r að fást við eggin sín og hveitibrauðið, og át morgunverðinn í mesta flýti, án þess þó eiginlega að vita hvers vegna. En ástæðan var su, að hann var á báðum átt- um og í vandræðum, af því að eiga von á nýj- um gestum, og langaði til þess að komast út úr þessum klípum, sem hann var kominn í; en klípurnar voru óþægar fyrir ganúan pipar- svein. Óðara en hann var búinn að koma °fan í sig seinni tebollanum, settist hann í l’aegindastól sinn og hélt eintal við sjálfan sig á þessa leið: »Við blóð Witheringtonsættarinnar! hvað a eS> gamall og ógiftur, að taka til bragðs með hvítvoðung og barnfóstru, svarta eins og kol- skör og kolsvartan kóna með? Senda hann aftur? Já, það er Iíklega réttast. — En barn- ið? — a(j vakna klukkan fimm á hverjum morgni við orgið og skælurnar í því — mega til að kyssa það þrisvar á dag — það verður skemtilíf — og svo svarta fóstran — þykkar varir — kyssir barnið allan daginn og otar því að mér — heitnsk og grunnhyggin eins og kýr —; þegar barnið fær innantökur treður hún það fult með spanskan pipar — það kvað vera »móðins« í Vesturheimi — börn eru altaf með innantökur — aumingja, aumingja frænka mín — hvað ætli sé orðið af henni og hinu barninu? Eg vildi bara við gætum fundið hana og bjargað henni, vesling — svo gæti hún komið sjálf og annast um börnin sín — eger ráðalaus með hvað eg á að gera — sárlang- ar til að senda eftir Moggý systur minni — en hún á svo annríkt — ekki ætti eg að þjóta í það strax —. Eg ætla að hugsa mig um.« Nú voru barin tvö högg á hurðina. »Kom inn!« sagði hann, og inn kom elda- buskan, eins eldrauð í framan eins og hún hefði verið að sjóða miðdegismat handa átján manns, og hafði ekki hreina svuntu eins og hún var vön. «Með yðar leyfi herra,« sagði hún og hneigði sig í hnjáliðunum, »vildi eg þakka yð- ur tnargfaldlega fyrir mig, ef þér vilduð gera svo vel að útvega yður aðra eldabusku.« »Já, velkomið,« svaraði hr. Witherington ó- lundarlega; honum leiddist að verða fyrir ó- næði. »Og með yðar leyfi, herra, vildi eg gjarna fara í dag, eg vil ekki vera lengur, hvað sem það kostar.« Farðu til fjandans, ef þú viit svo, > svar- aði hr. Witherington í reiði, »en hafðu þig burt og láttu aftur á eftir þér« Eldabuskan hafði sig á burt og hr, With- erington var aftur einsanrall. «Fari hún norður og niður nornin sú arna — skárri er það gangurinn í henni; hún vill líklega ekki matbúa handa svörtu hjúunum.— Já, það er einmitt það.« Pikk-ikk, aftur drepið á dyr. »Nú, hún hefir líklega séð að sér, kindin; kom inn!« Og inn kotn — ekki eldabuskan, heldur Marý, innistúlkan. »Með yðar leyfi, herra, vildi eg gjarna fara úr vistinni,» sagði hún kjökrandi. »Nú, er þetta samsæri? Guð hjálpi mér, Jú, já, þú mátt fara.» »Má — má eg fara í kvöld? spurði stúlk- an. »Undir eins, gerðu svo vel, já, það held 11

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.