Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1907, Blaðsíða 14
86 NYJAR KVÖLDVÖKUR. með tólf ára gömlum dreng er Lýsimakkos hét og tíu ára gamalli stúlku, er liét Nausike; það voru börn hennar; aðra dóttur, Spasiu að nafni hafði hún mist á 15. ári, eftir að maður hennar fór; hafði hún lengi áður verið veik að heilsu. Dimetri Rhókas var hinn mesti fjandmaður Krapólínsfólksins. Kom það til af því, að fyrir 15 mánuðum, meðan Oiorgios var heima, hafði Dimetri séð Spasiu og felt ástarhug til hennar og ráðist í að biðja nágranna sinn um hana. Dimetri Rhókas var fríður maður sínum og vel efnum búinn, en þó fór svo, er hann bar upp bónorð sitt upp við Krapólín að Grikkinn hristi höfuðið og sagði: Mér' þykir leitt að verða að segja það, Dimetri Rhókas, að Spasia getur aldrei orð- ið þín.» Og hvers vegna ekki, Giorgios Krapolín?» «Rað skal eg segja þér, granni; nýlega kom tíl mín kunningi minn, nafnfrægur læknir, hann horfði á Spasiu, og sagði svo við mig á laun á eftir: Ressi stúlka er veik af ólæknandi brjóst- veiki;» þú getur nærri, hvernig okkur varð við; Spasía getur einskis manns kona orðið, — það myndi að eins flýta dauða hennar.v «En ef eg væri grískur?» sagði Rhókas lymskulega. «Eg yrði samt að segja nei,» svaraði Krapó- lín alvarlega, «og svo er annað: Astin er eins og fjallalækur, setn fossar ofan dalinn í rígn- ingunum og ryður öllu um koll. Slík ást er sæla; en ástalaust hjónaband er eins og skræld eyðimörk.» «En ef eg elskaði nú dóttir þína svo?» «Rá vantar samt hennar ást á móti því að hún er — bara barn í hjarta. Við höfum al- ið hana vel upp.» Dimetri Rhókas gnísti tönnum, þegar hann fór svona jafnnær. Frá þeirri stundu var hann hatursmaður Krapólíns, og gerðist njósnarmað- ur Dig Omars vegna þess haturs. Hann sagði foringjanum frá því, hví Krapolín hefði farið frá Vasilikó, þegar búið var að jarða Spasíu, og Rhókas sá á því að Krapólín hafði sagt honum satt; vægði hann þó ekki á hatri sínu heldur sagði við sjálfan sig: «Aldrei skaltu ætla Georgius Krapólín, að Dimetri Rhókas fyrir- gefi þér að þú hefir hryggbrotið hann. Guð náði þig, ef eg klófesti þig!“ — I dag stóð njósnarinn í lárviðarrunni á tanga einum, er gekk fram í sjóinn. Loftið var svo tært, Rhókas sá vel hvíta húsið á Vín- feilinu, þar sem sunnan andvarinn vaggaði páhnatoppunum. Pá leit hann út í víkina og sá þar bát, er stefndi að landi. Eins og eld- ing flaug honum það í hug: Retta er Georg- ios Krapólín. Nú hefir hann engan frið fyrir heimþrá. Þetta vissi eg lengi. Giorgios, nú máttu vara þig. Nú ertu frá; nú get eg hefnt mín!» Hann hvarf í skyndi, og athugaði Vínfellið í fjarlægð. Hann sá að Testissa faðmaði Gi- orgios að sér. Regar um nóttina læddist hópur vopnaðra Tyrkja upp vínviðarsneiðingana, alla Ieið upp á fellið, umkringdi hús Krapólíns, tók hann úr rútninu, og flutti hann ofan til hallarinnar og í fangelsi. Rhókas var hróðugur. Honum hafði nú heppnast -að ná hefndum. — Sorg og grátur var í húsinu á vínfellinu, því að herdómur hafði þegar verið haldinn yfir Krapólín, og féll hann svo, að innan þriggja daga skyldi hann skotinn til bana. Fregn þessa flutti hermaður nokkur, er sendur var frá Dig Omar til konu hans og barna, og þar með að þeim væri frjálst að koma og kveðja hann; svo mátti hann og ná tali af presti sinnar trúar, til þess að búa hann undir dauðann. Aftakan átti að fara fram kl. 10 morguninn eftir. Rað var því mikill liarma- þytur í lnísinu. En í þeitn svifum kom Nepitos prestur, vinur þessa fólks. Hann fór að íala um ráðsályktanir guðs, en Testissa svaraði- «Ójá, prestur góður, en guð vill samt ^kki að við séum aðgerðalaus heldur.» «Hvað kemur þér í hug, dóttir mín?> «Að frelsa Giorgios, faðir.» «Pað eru ströng varðhöld á honum.» < Rá tók Lýsimakkos fram í og mælti: v

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.